30.9.02

Óþolandi helvítis...

... er nafn á umræðu sem ég stofnaði á vef Framtíðarinnar. Nú verður hér á domusnum haldið uppi slíkum þætti, daglega, eða eftir atvikum.

Óþolandi helvítis dagsins:

Að blogga af svo mikilli ákefð, að maður fær blóðnasir!!!

af því að þetta er í fyrsta skipti sem Óþolandi helvítis er á dagskrá, eru tvö í dag

Að vera andvaka, í ókunnu landi, af því að maður var auli í kunna landinu!

ÓÞOLANDI HELVÍTIS!!!

|

Nýir linkar

Ungverjinn hefur nappað sjálfan sig við að lesa blogg Stefáns Pálsonar undanfarið. Stefán er, að eigin sögn, besti og frægasti bloggarinn á Íslandi. Ungverjanum finnst ekki annað hægt, en að linka á manninn.

Ungverjinn uppgötvaði nýja kynslóð bloggara, fólk sem er nýbúið með MR. Þar eru menn á borð við Konráð Netþjón, og ÖnundPálRagnarsson. Eru þetta mætir menn, og mun Önundur fá hér link á hliðarborðinu. Hann er nú merkilegur kall, fyrrverandi LePre, eins og Ungverjinn. Þannig að hann getur nú ekki verið alslæmur drengurinn.

Magnað hvað þessi bloggmenning er ótrúleg!

|

bloggað af krafti!

eins og lesendur kannski taka eftir, þá er bloggað af krafti. Ungverjanum fannst nauðsynlegt að koma því að

|

29.9.02

Nú jæja...

þá tel ég þetta ágætt í bili. Drullan er alveg að klárast, og sem betur fer er nógur klósettpappír.

góðar stundir

ps.

Fyrir þau ykkar sem ekki föttuðuð brandarann, þá lesið um raunir Zwerg Schlegelmachers.

pps

ef þú ert í klásus, þá sérðu sennilega eftir að hafa lesið þetta, því efnafræðin er svo miklumiklumiklu skemmtilegri!!!

lifið heil

ppps

ef þú ert í klásus, þá trúi ég á þig. Eða eins og skáldið sagði: "I belive in u!"

|

tjahh...

Dvergurinn biðst afsökunar, réttilega, á ónefni því er kastað var að Ungverjanum í pistli gærdagsins. Það er gott mál. Það skal einnig áréttað að Ungverjinn ætlaði sér ekki að fylla Dverginn illsku vegna Gelgjulykils, heldur gerði sér fullkomna grein fyrir því að örsakarinnar er að leita hjá íslenskum íslenskunema sem sækir íslenskutíma á ensku. Hann heitir Hjalti. Er snillingur með meiru, en mætti blogga meira.

Hjalti!!!! Drullastu til að blogga á Gelgjulykilinn!!!

Ungverjinn leggur líf sitt að veði á að Dvergurinn tekur þessari nafngift ekki vel.

gaman að því...

|

About a Boy

"Hugh Grant er uppáhaldsleikarinn minn!"

Lesendur eru beðnir afsökunar, enda vita það allir sem e-ð vita yfir höfuð að BritneySpears er uppháhaldsleikari Ungverjans. Þessa fleygu setningu lét félagi Bjartur flakka, þegar íslendingar í Debrecen stigu út af kvikmyndinni About a Boy. Hún er fín, svona fíl gúdd mynd eins og Björg orðaði það. [Fyrir lesendur, þá skal árétta að Bjartur og Björg eru ekki saman, þótt ótrúlegt megi virðast. Björg er með Daða, og Bjartur er ekki með neinum.Þau búa hins vegar í sama húsi og ég, og láta panta fyrir sig pizzu í recepció]

About a Boy, fær 4 stjörnur af fimm mögulegum. [****]

|

rosalega finnst mér...

...gaman þegar ég logga mig inn á bloggið [hey, þetta rímar bara ágætlega] og sjá að bloggið býður mig velkominn aftur: Welcome back Eggert! Þetta er yndislegt.

|

28.9.02

nóg komið...

... þetta er orðið ágætt. Ég vona að ég hafi varpað aumingjabloggaratitlinum af herðum domus hungaricus.

Formbreyting hefur verið gerð á Húsi Ungverjans. Blogg verður birt í tímaröð, innan daga, héðan í frá.

góðar stundir

|

...

...ég bið þá kvenkynslesendur afsökunar sem supu kveljur við lestur síðasta bloggs [titill: af almennri vitleysu og hrottaskap]. Þar var ekki átt við ykkur, dúllurnar mínar. Nema þú heitir Ariel Sharon... sem er ekki líklegt.

En það sem ég á við, er að ég þoli ekki þetta rugl þarna í Ísrael. Guðsútvaldaþjóð, sem af einhverjum ástæðum kallar sig það, sér lógík í eftirfarandi, ásamt bandaríkjamönnum:
Markmið: Umbætur í stjórnkerfi Palestínu, efling löggæslu, og taka skal hart á hryðjuverkamönnunum sem fremja sjálfsmorðsárásir.
Aðferð: Sprengja öll húsin þar sem ríkisstjórn Palestínu hittist, nema eina skrifstofu. Sprengja allar lögreglustöðvar á Vesturbakkanum, og á Gaza-svæðinu. Drepa, eða handtaka lögreglumenn sem grunaða hryðjuverkamenn. Rægja leiðtoga Palestínumanna í fjölmiðlum, og skjóta krakka sem henda steinum í skriðdreka. Ég sem hélt að skriðdrekar væru brimvarnir, þyldu byssukúlur og allt. Þeir virðast greinlega vera með ofnæmi fyrir grjóti...

Annars fékk Ungverjinn nýja mynd af þessum málum, á tali sínu við ísraelskan kunningja í gær. Það hafði ekki hvarflað að mér, en þessar peningasendingar Bandaríkjamanna til Ísraels, eru ekki aðeins til að fjármagna vopnakaup til "verndar" Ísraels, heldur líka til að borga fyrir hollustu þeirra gagnvart USA. Með því að gefa Ísrael 3 milljarða bandaríkjadala á ári, þá eru þeir líka að borga fyrir svona "safe house in a hostile territory". Það er semsagt nokkuð til í þessum málum. Einnig mæli ég með því að fólk ræði við Ísraela um þetta mál, því þeir eiga eftir að lýsa þessu allt öðruvísi en við höfum fengið að heyra í fréttum.

Ariel Sharon, hins vegar er hryðjuverkamaður, sem ætti að senda sömu leið og Slúpertinn Méreralvegsama [Slobodan Milosevics]

|

Af almennri vitleysu og hrottaskap

Tíkin hefur að mestu fengið að vera í friði á domusnum. En það verður ekki orðabundist lengur.

DJÖFULSINS TÍK!!!!!!!!!!!!!!!!

|

þetta er nú meira...

löggan er bara að gera rassíu á landann. Í nótt, eins og flestir vita sennilega, var spilavíti gert upptækt í Herkastalanum við hliðina á Alþingi. Þar hefur verið grunum um spilavíti í lengri tíma, og ekkert gert fyrr en nú.

Ég spyr: Ætlar forsjárhyggja stjórnvalda engan endi að taka? Ef fólk vill eyða peningunum sínum í spilavitleysu, þá ætti það bara að vera allt í lagi. Yfirvöld gætu með sömu hundalógík bannað fólki að fara og kaupa þriðjukynslóðargsmsíma, því það er bara vitleysa. Sama er með blessaðan einkadansinn. Ég ætla nú ekki að fara út í það. Þeir sem mig þekkja Ungverjann, vita um reynslu hans af einkadansi. Það var ekki fögur saga. En Ungverjann langaði að vera vitlaus. Hann var það, og borgaði fyrir. Ekki var á því að sjá að e-r skaðaðist, nema kannski Atli frændi. Það var nú allt og sumt. Vitleysan er ótrúleg. Svo ætla menn að stoppa vændi með pennastrikum, Kolbrúnu Halldórs, og Stígamót sér við hlið. Fróðir menn, og aðrir vita, að vændi er elsta starfsgrein í heimi, allavega elsta starfsgrein kvenna. Menn eru ekkert að fara að stoppa þetta. Svo einfalt er það.

|

Hugrenningar...

var að detta í hug að gera þetta blogg að yfirlístu vikubloggi.

Ef fólk er með eða á móti, eða alveg sama, má skrifa komment í gestabókina hér til hliðar.

|

MSN

Menn hafa um dagana bölvað örmýktarsendiboðanum. Þeim bölvunum er hér með hrundið á bak aftur, og þeim vísað algerlega á bug.

|

...

drengirnir frá livrarpolli ættu að vera komnir inn núna....

|

Owen...

Michael Owen er að gera góða hluti fyrir Liverpool, mitt lið. Fokk, gleymdi að setja link á drengina frá Livrarpolli... því verður reddað í snarhasti. Drengurinn bætti fyrir slakt gengi síðustu vikna, með því að gera þrennu í 3-0 sigri á Man. City. Vel að verki staðið það...

|

Feitt rokkar...

...þessi skóli sem Ungverjinn sækir um þessar mundir. Svo mikið er rokkið, að ákvörðun hefur verið tekin. Hér verð ég, næstu 6 árin.

RÖKSTUÐNINGUR

Er aðallega þríþættur.
1. Verkleg kennsla í anatomiu. Kennslan er verkleg, og bókleg. Samanstendur af fyrirlestrum og verklegum tímum. Verklegt 2 í viku. Byrjar á annarri önn, lýkur eftir þriðju. Erfitt, en massagaman. Nemendum er skipt niður í 2-3 manna hópa. Þeir hópar hafa eitt lík, hver fyrir sig!!! Annað en tíðkast heimavið, þ.s. sama líkið er notað fyrir alla, og hefur verið notað fyrir alla, síðan að guð man það ekki einu sinni. [það skilst mér allavega...]. Kennslunni er skipt í tvennt, þ.e. tímalega séð. Á fyrri önn eru teknir útlimir og trunck, eða búkur. Á seinni önn er unnið með höfuð og háls.
2. Pathologia, verkleg. Pathologia, fyrir þá sem ekki vita, er krufning á nýdánu fólki, til að komast að dánarorsök. Kennsla í patho hefst á 3 ári, með massívu verklegu, þar sem kryfja þarf allt upp í 10 einstaklinga á 3 tímum. Það er ekki alltaf fallegt, eða vellyktandi [klipptir rassar, garnir, ristlar, magi o.s.frv.], en geðveikt spennandi.
3. Aðstaðan. DOTE, eða Debreceni Orvostudománi Egyetem, eða læknaháskólinn í Debrecen, er sá besti í Ungverjalandi, og víðar. Þá er ekki aðeins átt við A-Evrópu. Hér eru öll tæki sem hugsast getur, og það sem gleður mig einna mest, er að barnalækningar eru mjög hátt skrifaðar. Hér eru allar deildir tvöfaldar, þ.e. ef til er deild fyrir fullorðna, s.s. röntgen, eða líffæraflutninga deild, er hún líka til fyrir börn. Sem er alveg geðveikt.

Af þessu leiðir, að ég er í góðum málum varðandi "val" á skóla, og sé hálfpartinn eftir því að hafa ekki bara sleppt því að sækja um í danmörku.

|

Lykla-Pétur handtekinn

Það dró til tíðinda á baggaluti fyrir skemmstu. Lykla-Pétur var færður í varðhald.

|

aumingja bloggari hvað...

Dvergurinn drýgir dauðasynd. Hann nefnir Ungverjann aumingjabloggara. Það er nokkuð ljóst, að ef ekki væru um það bil 3500 km okkar í millum, þá myndi ég buffa hann. Undirritaður vill samt ekkert vera að draga athygli að aumingjabloggsíðunni *** hvar ekkert af viti hefur verið ritað í hart nær hálfan mánuð!!!

Dvergur. Ungverjinn minnist flóðs háðyrða og viðbjóðs um undirritaðan. Ungverjinn er gramur

|

ÞÁ ER KOMÐ AÐ ÞVÍ!!!

Ungverjinn er risinn upp úr hyldýpi efnafræði og Lífeðlisfræði, og mættur á domusinn. Nú verður bloggað feitt, eins og fleiri en einum og fleiri en tveimur hefur verið lofað, á síðasta klukkutímanum.

|

22.9.02

ohhh

sálarflækjur Ungverjans halda áfram, og ekki er laust við heimþrá í augnablikinu...

|

Drukkið úr þvagpoka

Já, eins og glöggir hafa tekið eftir, var ammali í gær. Kristín varð 24. Margt mætra manna var mætt, í nýju íbúðina, sem staðsett er rétt við Palma. Það segir kannski ekki mikið, enda fæstir lesenda kunnugir staðháttum í Debrecen. Það er þó aldrei að vita nema það breytist.

Ungverjinn kom með eigin veigar. Forlátaflösku af BaccardiLemon. Hún var full. Ungverjinn helti sér í glas, og stillti flöskunni upp á eldhúsborðinu. Svo kom e-r gyðingur. Hann drakk flöskuna. DJÖFULSINS GYÐINGAR!!! En það varð Ungverjanum ekki að fjörtjóni. Gyðingurinn dó. Ágætt. Ungverjanum var boðið að drekka úr þvagpoka. Því var hafnað staðfastlega. Enda ekkert vit í því. Ungverjanum var ekki ljóst við hvern þveitipokinn hafði verið tengdur. Þvagið var rautt. Sterkt, u.þ.b. 59 % var blogganda af fróðum sagt. Ungverjinn fann fyrir því hvernig gobblet frumur í magaþekjunni urðu ofvirkar í slímframleiðslunni. Þvílíkur var viðbjóðurinn.

Haldið var á JoyBar. Staðurinn sá stóð ekki undir nafni. Ungverjinn tók tal af manni, hvern hann þekkti ekkert. Bauð maðurinn sá upp á skot. VIÐBJÓÐUR!!! blackout. þegar vaknað var við símhringingu frá Stínu frænku, var diskur með tómatsósu á skrifborðinu og hálfur pastapakki á hliðinni á eldavélinni. Hausverkurinn var slíkur, að næsta djamm, verður edrú.

|

Gratúlering

Ungverjinn óskar, af furðulegum ástæðum, enda ekki mikill aðdáandi liðsins, KR til hamingju með titilinn. Fróðir segja að þeir hafi átt þetta skilið. Ungverjinn sér ekki ástæðu til að rengja það.
Stefán, ég veit að þetta er gamall draumur, og vona að þú hafir fengið e-ð út úr þessu!!!

Til hamingju Stefán

|

Gratúlering

Ungvejinn óskar frömmurum til hamingju með að halda sér í deildinni. Þetta er orðinn árviss viðburður. Það munaði reyndar mjög litlu í ár, 1 marki. En svona er þetta, heppnin virðist elta frammara, þegar á þarf að halda. Ungverjinn vonar að Daðinn hafi staðið sig í leiknum gegn KA. Ekki miklar líkur á öðru, enda hann fótboltamaður góður.

Til hamingju Fram

|

21.9.02

Breyting til batnaðar

Bloggheimar urðu betri, flottari og sætari nýlega.Sæta er nefnilega komin með bloggsíðu. Og strákar, passiði ykkur á henni. Hún er ROSALEG.

|

Þvottur, og ammali

Ég var að þvo fyrstu vélina í Ungverjalandi. Það rann svo upp fyrir mér, að ég hafði látið ljósrauðaskyrtu í vélina, ásamt skítnóg af hvítum sokkum og bolum. Ég bíð spenntur eftir að sjá útkomuna.

Ungverjanum er boðið í ammali. Kristín, 3. árs læknanemi er 24 í dag. Þetta verður vafalítið villt!!!

Ungverjanum er hér með til setunnar boðið.

|

Fundarboð

Boðað er til fundar í stjórn Flöskuháls.

Fundarstaður: Vallarbarð 10
Tími: 20.des 2002, kl. 20:00 stundvíslega
Dagskrá:
1. Setning fundar
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Eldskírn: Fer þannig fram að nýliðar drekka 10 galliano hotshot, á sem stystum tíma. Sigurvegarinn fær að launum ókeypis Galliano hotshot.
4. Sumbl.
5. Önnur mál

Virðingarfyllst,
Ungverjinn, næstráðandi

Fundarboðið er með fyrirvara um seinkun, breytingu á dagskrá, og er háð samþykki formanns.

|

Flöskuháls

Ungverjinn hefur verið tekinn inn í það heiðvirða félag Flöskuháls. Það er mikill heiður út af fyrir sig, en að vera gerður að næstráðanda!!! Ég blikna af auðmýkt.

|

YESSS

Dvergurinn hraunar yfir Ungverjann á bloggi sínu. Þetta líst Ungverjanum á. Maður með skoðanir!!! Gaman samt að Dvergurinn skildi kalla Ungverjann Nagla. Ánægður með það.

|

19.9.02

Lokablogg

þetta er orðinn ágætisniðurgangur. Ungverjinn telur rétt að færa fréttir af pizzum ungverskum. Hefir Ungverjinn nú snætt pizzur á pizzur ofan síðustu daga. Drukkið Stellu, og horft á CNN. Þessi kokteill er magnaður, og verður sennilega allsráðandi næstu daga, vikur og mánuði. Vonandi ekki ár, samt...

Tómas er að vinna að endurbótum, og Robbi, af hverjum regnjakka var stolið sem á stóð "Vladimír! Drepum Dalatröllið", á Þjóðhátið í Eyjum, sem fyrir Jóa verður seint eftirminnileg fyrir annað en brotna löpp og sigur í "fegurðarsamkeppni".

Ungverjinn býst við hrauni frá Dvergnum, á næstu dögum...

lifið heil.

|

nújæja...

komin góð auglýsing til varnar reykingum. Ormurinn á hrós skilið fyrir að benda nemendum sínum á þetta...

|

Der Schwan

Svanurinn er lifandi. Vildi bara koma því að...

|

Þetta var kannski...

...aðeins over the top...

|

|

Af bloggi, og bloggmanium

Já, það er nokkuð ljóst að Ormurinn fékk bloggræpu síðustu daga. Öðru eins hef ég ekki lent í, en lesningin var næstum jafngóð og hún var löng :)

Lítið virðist samt að frétta úr bloggheimum. Felgulykill er látinn, en Hildur Rut er ofvirk á lyklaborðinu.

Hildur kom með áhugaverðasta punktinn í bloggheimum síðustu daga. Hún veltir fyrir sér þroskaheftum börnum, og fötluðum börnum. Þannig var mál með vexti að hún tók tal með kærasta og mági, ásamt kvendi síðarnefnda um fæðingagalla. Kom í ljós skoðanamunur kynjanna á þessu, því karlarnir vildu ekki eiga fatlað eða þroskaheft barn, jafnvel þó ekki nema mánuður væri í fæðingu. Ungverjinn hefur ekki myndað sér endanlega skoðun, en er mikil stuðningsmaður legvatnsstungna og ómskoðunar, snemma á meðgöngu til að hægt sé að komast að væntanlegum göllum. Kemur Ungverjinn kannski að e-u leyti upp um sig, en þó ekki. Þetta er allt svo afstætt. Það sem verður að hafa í huga, er að foreldrar eru misvel í stakk búnir til að takast á við slíka áskorun sem það er að ala upp þroskaheft/fatlað barn, ofan á þá áskorun að ala upp heilbrigt barn. Ungverjinn hættir sér ekki lengra út í þessa umræðu, en er tilbúinn til frekari þátttöku, verði ástæða til þess.

Dvergurinn virðist e-ð vera að misskilja... Krónísk námsbókasíþreyta... e-ð að mis...

|

Hamingjuóskir

Jóa eru færðar hamingjuóskir með að vera laus við gipsið.

Til hamingju Jói
Keppnin ljóasti leggur norðan Alpafjalla, þó víðar væri leitað, verður pís of keik!

|

Að láta óskir rætast...

...er ekki e-ð sem öllum er kleift. En það er mér, allavega að þessu sinni. Kom fram ósk frá vinkonu Margréti um umhverfislýsingar, og áhugaverð einkenni í hegðunarmynstri innfæddra. Hér kemur það:

Til þess að byrja á umhverfinu, þá er þetta almennt mjög falleg borg. Það er að segja, haldi maður sig við fjölfarnar götur og miðbæjarsvæðið, ásamt háskólanum. Miðbærinn er til dæmis fínni en í Reykjavík. Þar er risatorg, með gosbrunni og allt nánast nýtt. Það er ekki þessi þrúgandi grái litur sem einkennir miðborg Reykjavíkur. Háskólasvæðið er mjög snyrtilegt, og ein flottasta bygging sem ég hef komið inn í, fyrir utan kannski Sixtínsku Kapelluna, Péturskirkjuna, NotreDame, Markúsarkirkjuna og örugglega e-r fleiri, er aðalbygging háskólans. [Kórfélagar athugið, að þarna inni er sá mesti hljómburður sem ég hef heyrt, og væri geðveikt að syngja "Heyr, himna smiður"] [þar er ekki talað til þeirra er hór hafa drýgt. Þeir taki það til sín sem eiga það]

Það sem hefur slegið mig einna mest, varðandi íbúa svæðisins, er góðmennska þeirra. Þeir benda manni á, með handapati þ.s. maður skilur ekki orð af því sem þeir segja, hvar maður gæti sparað 30 forint, sem er ca. 8 krónur íslenskar. Sem dæmi um góðmennsku: Ég var niðri í bæ í dag. Það var 25°C hiti. Ég var í lopapeysu, enda kominn út úr húsi upp úr sjö [fyrsti tími kl. 7:30]. Ég, skiljanlega, svitnaði aðeins. Þá vatt sér upp að mér eldri kona, og bauð mér sopa af vatni sem hún var að kaupa. Ég, ruddinn, afþakkaði, kurteislega, en varð nánast fyrir múgæsingu. Það þykir beinlínis vanvirðing við náungan að þiggja ekki hjálp, eða gestrisni. Annað dæmi: Gömul kona hrasaði. Það leið ekki ein sekúnda þar til fólk kom hlaupandi, úr öllum áttum til að hjálpa. Þetta fannst mér alveg magnað. Það virðist vera sem á Íslandi, sé krónískur ótti við að hjálpa náunganum. Maður gæti nefnilega tapað kúlinu, sjáiði til. Pæliði aðeins í þessu, þetta meikar smá sens...

Það verður nú líka að minnast á fatasmekk, þá aðallega undirfatasmekk, kvenna; yngri sem eldri. Ég fæ ekki betur séð, á kvenpeningi landsins, en að það gangi hver einasti kvenkyns einstaklingur í G-streng. Það er bara ekkert flóknara. Heima sér maður ekki ungar konur í gagnsæjum buxum, hvítum að lit, og í svörtum g-streng innanundir. Neiiii, ekki séns.

Ungverjinn vonar, að textinn hér að ofan, sé allavega að e-u leyti fullnægjandi.

|

BLOGGMANIA DAUÐANS!!!

Það er nú meira hvað fólk bloggar. Ég er búinn að sitja við skjáinn í 45 mínútur, og er enn ekki búinn. Fyrir þau ykkar sem eru að lesa núna, ekki örvænta, síðan verður uppfærð eftir um klukkutíma.

|

16.9.02

Beib

nújæja, Hildur er komin í gang... vonandi að stelpan spjari sig...

|

tjahh

...Jói er að leysast upp í tóma vitleysu. Þetta er allt í tómu rugli hjá honum!!! Neinei, annars ætla ég að stefna á að verða fyrsti maðurinn sem skráir sig í drykkjufélagið Flöskuháls. Þó verð ég að leggja til breytingartillögu á nafninu. Það þyrfti að vera Engir flöskuhálsar...

lifið heil

|

Vitleysa og djöfulgangur!!!

Nr. 1 Fyrir ofan mig býr geðsjúklingur. Hann byrjaði í nótt, um 3 leytið. Athugið að það er mánudagur í dag, sem þýðir að það var aðfaranótt mánudags og jafnframt "schoolnight" í gær. Hann byrjaði semsagt upp úr kl. 3 í nótt að spila tónlist. Ég hef svo sem ekkert að athuga við að menn spili tónlist kl. 3 á nóttunni. En ef viðhafður er sami háttur á, þ.e. að hávaðinn sé ekki undir 190 desibelum, og þar að auki spilað Carmina Burana, kaflinn O FORTUNA!!!!!!!!, Á REPEAT Í HÁLFTÍMA, er bara ekkert sniðugt. Það varð náttúrulega uppi fótur og fit, enda svonalagað ekkert velliðið. Við hávaðann bættust svo öskrin í gæslumanninum. Hann hringdi á lögguna sem fjarlægði manninn. Orðið á götunni segir að hann hafi hætt með kærustunni, sem nb. býr í Ísrael, og hafði tekið e-r pillur. En ég veit ekki...

Nr. 2 Við lestur á bloggi Kattarins komst ég að innanbúðardeilu manna um bestu keppendur í GettuBetur. Þar hafa ýmsir tjáð sig, merkir og ómerkari. Óli Njáll, andskoti Kattar og Orms, Jakobssynir (MS-tvíburarnir) og vafalítið fleiri. Óli Njáll féll í þá vafasömu grifju að raða upp topp 5 lista yfir bestu keppendurna, frá upphafi. Sitja þar Jakobssynir í efstasæti, taldir sem einn keppandi, enda annar vart til án hins. Svo kemur maður sem heitir Haukur Eggertsson, sem er svo góður að ég bara man ekkert eftir viðkomandi, þó svo að ég teljist alldyggur aðdáandi keppninnar. Frægari einstaklingur kemur svo til sögunnar í 3. sæti. Inga Þóra Ingvarsdóttir. NO COMMENT. Þegar hingað var komið í lestrinum fóru nú að renna á mig ýmsar grímur... Fannst vöntun á mínum mönnum... Sverrir Guðmundsson er í 4. sæti, á eftir Ingu Þóru. Það einfaldlega stenst ekki.PUNKTUR. Þeir sem deila ekki þessari skoðun minni, mega bara hoppa upp í rassgatið á sér. Í 5. sæti situr svo Sæmundur Ari Halldórsson. Þekki hann ekki.
Án þess að deilt sé um of á þá sem á undan hafa verið nefndir, finnst mér vöntun á mönnum í þessa umræðu. Jakobssynir eiga vissulega heima á þessum lista. Ekki í efsta sæti. Sverri Guðmundsson er ekki kallaður Sverrir Guð, að ástæðulausu. Annar Sverrir, Teitsson er andskoti margra MH-inga auk Ólínu Þorvarðardóttur, ekki að ástæðulausu. Fáir gleyma því er Sverri Teitsson tók Ólínu svo í óæðra að annað eins hefur ekki sést. Og það í beinni útsendingu. Hjalti Snær Ægisson, Svanur Pétursson, Viðar Pálsson, Arnar Þór Stefánsson eiga allir heima á þessum lista, hann þyrfti kannski að innihalda fleliri en 5. Engan skildi heldur reka í rogastans ef Snæbjörn Guðmundsson skildi rata á þennan lista.
Það kom mér í sjálfu sér á óvart að Óli Njáll skildi setja Sverri Guðmundsson á listann. Hann hefði allt eins verið líklegur til að setja Önnu Pálu þarna inn. En hann hefði vitað á sig skömmina, blessaður.

|

15.9.02

athafnaleysi...

það hefur nákvæmlega ekkert gerst. ég gæti skrifað mörg orð um það hvað það hefur ekkert gerst. En ég ætla ekki að gera það.

lifið heil,

þangað til á morgun að minnsta kosti

|

Hildurbeib

Ungverjinn aumkaði sig yfir hildibeib og bjó til handa henni nýja síðu. verður addressan ekki gefin upp sem stendur, enda rétt að leyfa sprundinu að taka til óspilltra, á síðunni.

Ungverjinn vonar að síðan veiti ánægju,

lifið heil...

|

Nýir bloggarar

Tómas og Jói hafa bæst við bloggara. Verður að segjast að Jói hefur fundið ultimatið í blogg nafni : bjor.blogspot.com

Linkar inn á þeirra síður verða nú færðir hér til hliðar.

|

MSN

mjög svo narrandi andskoti. nú rétt í þessu var ég að ljúka samræði við dverginn. Hann færði á síðu sína færslu sem bar nafnið argasta msn. er hérmeð tekið undir þá fullyrðingu. Að tala við 5 mismunandi í einu, er of mikið...

|

14.9.02

Nýr linkur...

er fæddur á domus hungaricus. Vefþjóðviljinn. Hér virðast bara vera á ferðinni eintómir snillingar. Njótið

lifið heil

|

Út að borða með Íslendingum

Var nafn á þætti, sem að öllum líkindum var undir umsjón VöluMatt. Ég hins vegar fór út að borða með Íslendingum í gær. Á Varoshavsa, sem er fínasti staðurinn í Debrecen. Það kostaði litlar 2000 kr. íslenskar á haus. Gaman að fá þríréttaða máltíð með víni og öllu fyrir 2000 kall. Það er ódýrara en að panta stóra pizzu frá Domino´s heima. Geriði betur...

|

Veðurbreyting Dauðans!!!

Jú, dauðinn er kominn til Debrecen. Orðið fyrir vetur á ungversku er það sama og fyrir að deyja... Þessu var allavega logið að mér fyrir skömmu. Það 6 stiga hiti núna, en fyrir 4 dögum var einmitt 43 stiga hiti í sól. Geri aðrir betur. Einnig hafa krákurnar gert boð á undan sér. Þær sáust fljúga frá Úkraínu fyrir 3 dögum. Það fer nefnilega ekki framhjá neinum þegar krákurnar koma. Þær eru á að giska 200000000, eða tvöhundruð milljónir. Þær setjast að í Nagierdö, sem er skógurinn sem ég bý við/í. Það er mikil blessun að þær geta ekki skitið á flugi. Þess vegna er það mikil lyst að ganga í skólann á veturna, því þær kúka gjarnan á nemendur... Við skulum vona að Ungverjinn verði ekki einn af hinum útvöldu.

|

Dvergurinn

Dvergurinn er mættur á MSN. Hann er samur við sig, og ætti að taka sæti föður míns í Íðorðanefnd íslenska ríkisins. Hann hefur nefnt MSN Örmýktarsendiboðann. Dvergurinn stendur fyrir sínu.

|

Björn Bjarnason

Talandi um mann sem tók hroka 504, þrisvar sinnum. Hann hefur sennilega líka skrifað BA ritgerð um efnið. Það kemur kannski ekki á óvart, enda á hann rætur sínar, að hluta til amk., að rekja til MR. En MR, eins og margir vita, og enn fleiri ættu að vita, er helsta uppeldisstöð stjórnenda Íslands. Það er hending, ef forsætisráðherra var ekki í MR, borgarstjóri, bæjarstjórar helstu byggða og svo mætti lengi telja. Ég vildi samt bara minnast á Bingó-Bjössa, vegna þess að hann gerist sekur um óvanaleg mistök. Hann sakaði Ingibjörgu Sólrúnu um að ætla sér að tjalda til einnar nætur í Rvík. [Ungverjinn fyrir sitt leyti myndi nú bara yfirleitt ekkert tjalda í Rvík yfir höfuð, en það er allt önnur saga.] Það sem málið snýst um, er að Björn Bjarnason hefur sjálfur tjaldað í Rvík til einnar nætur. Hann er nú þegar farinn að rífa upp hælana, sem svo kirfilega voru barðir niður í grýttan jarðveg í kosningunum í vor. Hann er við það að taka þverslá tjaldsins í sundur, og er löngu búinn að hringja í Davíð og segja að hann vilji komast aftur í leðurstólinn sinn í Menntamálaráðuneytinu. Hann er líka búinn að tala við Styrmi og Styrmir samþykkti að setja auglýsinguna í blaðið. Björn Bjarnason er semsagt á leiðinni af Tjaldstæðinu við tjörnina, og ætlar að flytja sig yfir á Austurvöll. Eins og Inibjörg Sólrún.

|

12.9.02

það er verið að gera virkilega góða hluti...

Eins og fyrrum MR ingar kannski muna, þá kom frétt í Morgunblaðinu um að ungt ljóðskáld hefði tekið sér bólfestu í HinuHúsinu við Hallærisplanið. Á hverjum degi skrifaði þessi samstúdent minn frá MR ljóð, og setti í þartilgerða bók. Nú, er verkefnið er liðið er komin fram gagnrýni á höfundinn. Hún kom fram á snilldarsíðunni Baggalutur.is og er svo hljóðandi:

366. dagur Hr. Túliníus


Eitt ár liðið,
Enn aungvir vinir.
Ljóðin uppurin
laskað egó.
Allur þrotinn
allífsgeislinn.
Hvergi votta
hæfileikar
tilurð sína
mér til gleði.


það er gott til þess að vita, að enn er e-r með viti á Ísalandinu gráa.

lifið heil

|

9/11/02

Í gær var merkilegur dagur. Miður merkilegur ölluheldur. Ég hef ritað pistil um þennan dag, en finnst óviðeigandi að birta hann, nú þegar nýr dagur er nánast að kveldi kominn. Þeir sem hins vegar óska eftir því að fá pistilinn birtann, vinsamlegast smellið því í gestabókina, eða meilið mér. Hlekki til þess er að finna á vinstri hlið síðunnar.

lifið heil

|

Svar við spurningu...

Félagi Jói, eða johjoha, eins og hann er betur þekktur, segist ekki átta sig á hvað átt var við með þeirri fullyrðingu að Halldór Ásgrímsson væri vitlaus með því að setja fram það sem aðalmarkmið að stýra næstu ríkisstjórn. Jói bendir réttilega á að vel gæti komið upp oddastaða þar sem nota mætti framsókn, en að leiða ríkisstjórn? Það er náttúrulega bara vitleysa. Ég stend við það sem ég sagði, og bendi þeim sem ósammála eru að skrifa komment í gestabók domus hungaricus. Það er ágætis vettvangur fyrir slíka umræðu.

lifið heil

|

11.9.02

Gras

...og by the way Gulli, ég er ekki að tala um þannig gras.

Á Íslandinu góða, kalda og ferska er gras. Við könnumst öll við það. Það er svona grænt, og tiltölulega mjúkt, og er öllum til ánægju og yndisauka. Það væri til dæmis erfitt að ýminda sér fögur menntaskólafljóð leggast í mold og drullu á Austurvelli að borða ís á heitum vordegi. Nei það verður að vera gras, þó hin hugmyndin sé bara alls ekkert slæm...

Í landi Madjara er margt um gras að segja. Það er í fyrsta lagi ekki eins og gras er flest. Grasið hér er meira eins og arfi. Moldin er leir, og ég veit að pabbi myndi brjálast ef hann sæi svona mikið "gras" í lóðinni heima við Súlnasalinn (tm).

Mér fannst þetta bara svo ömurlegt, að ég varð að gefa það út, fyrir alla heimsbyggðina að sjá...
...allavega þann hluta sem skilur ástkæra ylhýra...

|

Í ruglinu

...fyrr í dag fór ég á secreteriatið fyrir enska læknanámið. Þar spurðist ég fyrir um þau augljósu mistök sem átt höfðu sér stað. Það gleymdist nefnilega að setja inn tímafjölda og upplýsingar um ungverskukennsluna í skólanum. Það sem vakti svo enn meiri gremju var, að hundrað sextíu og eitthvað nemendur vissu ekkert hvenær þeir áttu að mæta í ungversku!
Svarið var á næstu grösum...[nánar um gras síðar]
"there will be no hungarian more." Það var ekkert flóknara. "there will be no hungarian more." "you have crash course, yes?" "that is it". Engin ungverska. Hungarian 101 felld niður, við mikil mótmæli stúdenta.

Ég held að þetta lið sé í e-u meira en bara hassi. Að fella niður einu greinina sem gerir manni kleift að hafa samskipti við sjúklingana er náttúrlega bara grín.
Ég vona að ég vakni af vondum draum...

|

Hildur Rut...
...já, hún lofaði góðu. Kallaði sig hildurbeib, og það með réttu. Annars þarf fljóðið atarna að taka sig á, ef ekki á að fara fyrir henni, eins og fór fyrir Dvergnum.

En ég held að stelpan eigi eftir að standa sig. Ég bíð spenntur eftir fréttum af Andrési og strákunum...

|

Af aumingjabloggurum og öðrum...
... Dvergurinn tók það mjög nærri sér að honum væri líkt við aumingjabloggara. Er yfirlýsingin tekin til baka, en verður þó látin standa í fyrra bloggi, honum til áminningar. Dvergurinn leyfir sér að líkja blogganda við aumingjabloggara, eða gefur allavega í skyn að slíkur titill sé yfirvofandi. Það skal áréttað, að blogg hefur legið niðri vegna bilunar í tæknibúnaði, ekki vanrækslu undirrataðs.
Einnig hefur Dvergurinn virst súr undanfarið, ekki vegna lágs pH gildis, heldur vegna þess að fáir hafa undirritað gestabók þá er hann bíður upp á. Hvet ég lesendur því til að fara á vef Dvergsins, og rita, þó ekki nema falskt nafn. Svo bloggbróðir þjáist ei meir.
Ungverjinn mun, rétt í þessu heimsækja gestabókina, og rita...

|

Muchroedorus Magnus

...samþykkt

|

8.9.02

Af ungversku(m)
Það þykir fínt að vera með sítt að aftan. Þarf að segja meira? Ég bara spyr. Svo er líka eitt taboo á vesturlöndum. Að vera með hár á bakinu er ekki "in" síðast þegar ég frétti allavega, en það þykir nánast stöðutákn. Líkt og að eiga jeppa á 38 tommu dekkjum með græjum og drasli fyrir milljón á íslandi. Þetta er satt best að segja ótrúlegt!

Daði, drengur góður hefur boðist til að lána mér disk. Ekki matardisk, heldur tölvugeisladisk sem ætlað er það hlutverk að kenna vitlausum útlendingum eins og mér Ungversku. Ég er á leiðinni upp til Daða og Bjargar að tjekka á disknum.

Returneri blogum domini hungaricae im futurum...

...léleg tilraun til að slá um mig á latínu.

Lifið heil

|

Eddie Izard

Það er ekkert flóknara. Kíkið á hann. Hann er besti standup gæi sem ég hef séð og heyrt af. Muniði þegar þið sáuð AceVentura í fyrsta skipti? Kíkiði á Eddie, og þið gleymið Ace á skotstundu!

|

Skólasetning

Jæja. þá er komið að því. Í dag var skólinn settur. Klukkan 11:00 fyrir hádegi á sunnudagsmorgni. Ég lá í rúminu og barðist við svefnálfana um yfirráð yfir sjálfum mér. Ég hafði yfirhöndina. Það var því kl. 10:45 að ég var búinn í sturtu, kominn í jakkafötin og farinn út í 30 stigin. Labbaði náttúrulega að vitlausu húsi, sem er hinum megin á Campusnum miðað við aðalbygginguna hvar athöfnin fór fram. Til útskýringa eru tvær aðalbyggingar: Ein fyrir allan háskólann og ein bara fyrir enska læknaprógrammið. Ég fór að sjálfsögðu að læknabyggingunni, en hún var harðlæst. Það fyrsta sem ég sá þegar ég svo kom inn í hátíðarsalinn var stelpa sem ældi. Ég get mér þess til að hún hafi spúið af leiðindum, enda norskumælandi, en athöfnin fór fram á Ungversku. En það mál skilja ekki nema rétt um 10 milljónir af heildartölu íbúa jarðarinnar, ca. 6 milljörðum. Gaman að því. Þess má geta, að stúlkan atarna (?) var flutt út undir "ferskt loft", en eins og áður sagði voru 30 stig og núll vindur. Það er því lítið um ferskt loft.

|

Ormurinn svarar fyrir sig

Orminum ferst ágætlega úr hendi að tala til nemendur sína, en hnyttnar spurningar og svör má finna hjá Orminum.

|

nenniði ekki að skrifa e-ð í gestabókina???

PLEASE!!!!!!!!!!

|

7.9.02

heimskt fólk

já, þessi maður verður seint settur í hóp mannvitsbrekka, hvað þá lukkannar pamfíla...

|

Gestabók

nú jæja
þá er svona að koma mynd á þetta. Ég var semsagt að koma gestabókinni í gagnið. Endilega að koma með komment, góð helst ekki slæm... njótið

|

tjahh....

... það er alveg ótrúlegt hvað sumir menn eru vitlausir: "Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, sagði á haustfundi þingflokks og landstjórnar Framsóknarflokksins á Selfossi í gær að aðalmarkmið Framsóknarflokksins í alþingiskosningunum á komandi vori ætti að vera að stýra næstu ríkisstjórn. "Ég er tilbúinn að leiða hann á þeim forsendum," sagði hann. " tekið af mbl.is. Ég hef nú aldrei vitað til þess að menn hafi nú bara látið út úr sér aðra eins vitleysu. Ég veit ekki með ykkur, en þau ykkar sem voruð í vafa um hvað ætti að kjósa, getið örugglega strokað einn möguleika út af listanum...

|

Af íslendingum...

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta flestalla íslendingana hér í Debrecen í gær. Það voru sumir að borða, þegar við Sólrún Stefanía komum að, en þau höfðu verið að klára crash course í ungversku. Þar hitti ég fyrir flestalla íslendingana. Anna Sigga, sem ég hafði hitt áður var þarna, en hinir voru Sólrún, Veiga, Ingvar, Kristín, Tóta, Stefán, Daði, Björg, en þau tvö síðastnefndu búa í sama húsi og ég... svo voru um kvöldið líka AnnaBryndís, Guðmundur, sem er búinn að klára og Hörður sem klárar um jólin. Þetta virðast allt vera fínustu krakkar og verður örugglega massagaman í vetur.

Það verður nú samt eiginlega að segjast að húmorinn í gær var svona pissa kúka húmor. Það voru sagðar sögur af skitu á bílhúdd, drullu á andliti og svo mætti lengi telja...
Það var eiginlega bara óendanlega gaman í gær. Ég hlakka bara alltaf meira og meira til að byrja í skólanum, þó mig vanti enn efnafræðibækurnar... En það reddast nú örugglega allt saman...

lifið heil

|

Aumingjabloggarar...

...eru merkileg stétt. Sumir eru bandbrjálaðir í blogginu, fyrst um sinn. Svo hrapa þeir í hyldýpi aumingjabloggaranna, og verður erfitt fyrir þá að komast upp aftur. Ég nefni engin nöfn, en "smávaxinn" maður er kominn inn á lista yfir potential aumingjabloggara... Dvergurinn þarf að vera var um sig...

|

6.9.02

Sindrinn

Nú, eins og glöggir lesendur hafa e.t.v. er heiti mitt á þessum vef annaðhvort "ég" eða "Kallinn". Sindri telur e-ð sem heitir binomial nafn vanta. Legg ég hérmeð til að það verði Kallinn, og verður það hérmeð tekið upp.

lifið heil

|

Haló, Sör please

Ungverskur sör, smakkast ágætlega. Ég drakk einn í gær, og annan á eftir. Hann er ódýr, kostar ca. 20 kall út úr búð, hálfur líter. Ekki slæmt það. Ég fékk mér pizzy á miðvikudagskvöldið. Hún átti að vera með pepperonil, sveppum og beikon. það gleymdist að segja frá HEILLI DÓS AF GRÆNUM BAUNUM sem fylgdi ÓVART með. En ég kvarta ekki. 18 tommu pizza á 300 kall, er bara góður díll. Þó hún sé með grænum baunum.

|

Um mína hagi

Þegar ég kom til Budapest, þá var það mikið overraskelse. Ég hafði búist við flugvelli í anda við þann í Peking, en svo var nú alls ekki. Allt klætt með hvítum marmara, sem var svo vestrænn, að Kastrup fölnaði í samanburði.
Þegar komið var til Debrecen, sem er svona 250 km aust-suð-austur af Budapest blasti kommúnisminn við. Ljósastaurar sem voru 15 metra háir og örugglega meter í þvermál lýstu borgina appelsínugulum bjarma.
Eftir þriggja tíma rútuferð frá flugvellinum, var komið að stúdentagörðunum. Þetta eru glænýhús, hafa verið notuð í tæpt ár. Ég fékk herbergi/stúdíóíbúð sem er ca. 22 fermetrar. Það var ekki að sjá að búið hefði verið í henni. Þarna inni er því allt glænýtt. Harðviðarinnrétting, ísskápur, sjónvarp, stólar og borð, rúm, fínn skrifborðsstóll, og það sem mestu máli skiptir stórt og gott skrifborð með góðum lampa.
Ég kom í samfloti við norsara. Þeir eru nú vænstu grey. Ég hef mest talað við strák sem heitir Erik og kemur frá Þrándheimi. Hann er eins og ég, þekkir ekki neinn, og það var eiginlega það sem dró okkur saman.
Annars er ég búinn að hitta einn Íslending, Önnu Siggu. Hún er fín, býr í skítugustu íbúð sem ég hef á ævinni séð!!! En ég er á eftir að fara að hitta Sólrúnu, sem ég hef svolítið verið í sambandi við. Hún er orðin sjóuð hérna, búin að vera í 2 vikur. Er að taka próf í ungversku og vonum við að allt hafi nú gengið vel.
Eitthvað gengur nú erfiðlega að halda sér við efnið, enda er það frekar þurrt. Biostatistics, Chemistry, Biophysics og svo framvegis. Gaman að því...eða þannig.

|

Jæja, eins og sést eins og sést eins og sést...
... er ég kominn með íslenska stafi. Ekki það að ég hafi fengið internettengingu í íbúðina, heldur breytti ég lyklaborðinu í íslenskt. En, gleðifréttir... blogg hefst á nýjan leik

|

4.9.02

'i, ;, 'o, [, 'y, 'a...

eins og sjest, tha eru aungvir islenskir stafir. frekara bloggi verdur frestad, thangad til thvi hefur verid kippt i lidinn.

eg vona ad thid lifid af...

|

3.9.02

...
það eru minna en 8 tímar í brottför. fyrir þá sem ekki vita er förinni heitið til Ungverjalands í læknanám. búið er að kveðja alla, kyssa og knúsa... en þó... ég gleymdi Guju. Guja, ef þú lest þetta, þá get ég ekki afsakað nógu mikið... sorrý.
en ég þarf að vakna eftir 5 tíma. góða nótt, og bloggað næst í Ungó.

lifið heil

this is Eggert Eyjólfsson,
signing off from Iceland for the next 4 months.
við sjáumst í súlnasalnum, fyrr en marga grunar...

|

2.9.02

þýskt dægurlag.

nú situr bloggandi, ekki byrjaður að pakka, horfandi á skjá 1, hvar drengir klæddir í gul jakkaföt syngja hástöfum: "Meine grossmutter haben eine zitterbabfel (?)"
það verður bara að segjast, að þetta er tær snilld...

|

1.9.02

Að grípa gæsina...
...þegar hún gefst, eða ef maður heldur að hún gefist. Er það þess virði að reyna, ef maður á það á hættu, að missa góðan vin. Á hinn bóginn má líta þannig á, að það sé þess virði, geti gripið leitt af sér taumlausa gleði og ánægju, jafnvel um aldur og ævi. Og ekki er það þess virði að sitja mánuðum saman á erlendri grundu í vafa um e-ð sem hefði getað orðið, eða ekki. Er ekki betra að vita, en vera í óvissu???
HJÁLP!!!

|

Júdas Ískaríot...
...hefur klófest nokkur sprund. Heyrst hefur að nokkur fögur fljóð hyggist yfirgefa óðal kórsöngs á Íslandi, og ganga í kór HÍ. Líst undirrituðum ekki á blikuna, og hvetur sprundin til baráttu gegn hinu illa.
Mér líst nú bara ekkert á þetta. Áfram stelpur, þið getið þetta!!! Komið aftur heim, ég veit að það er það sem þið viljið...

lifið heil

|

Klikkar ekki

Jæja. Nú er klukkan rétt orðin hálftvö, og bloggandi hefur lokið við sinn part tiltektar eftir teiti gærkvöldsins. Það var að venju, vel mætt, og töluverð stemming. Það bara verður að segjast. Góður rómur var gerður að bollunni, þrátt fyrir að á grunsamlegan hátt hafi allur þurrís klárast að Keldum. "Forsvarsmaður" Samfylkingarinnar er grunaður um skemmdarverk!!! Annars var bollan góð, græn og frískandi.
Skilið var eftir, að undirrituðum nánast óafvitandi, bréf (bænaskjal) sem fúngeraði eins og gestabók. Þar tel ég að flestallir hafi ritað nafn sitt, þó ekki alveg allir. Sumir kusu að skilja eftir skilaboð, og ekki var laust við að kæmi kökkur í hálsinn er bloggandi leit yfir þau. Þá var mesta víman runnin, enda búið að troða dósum, flöskum og skemmtilegheitum ofan í hvorki fleiri né færri en 7 hagkaupspoka, eða Fjarðarkaupspoka eins og þeir heita nú. Já, kökkurinn... þetta fer bara hálfilla með mann, og verður að segjast að hefði ég lesið upp þetta allt saman, í votta viðurvist er aldrei að vita nema nokkrar mýs hefðu hlaupið niður vangann...

takk fyrir frábært kvöld

lifið heil

|