29.9.02

About a Boy

"Hugh Grant er uppáhaldsleikarinn minn!"

Lesendur eru beðnir afsökunar, enda vita það allir sem e-ð vita yfir höfuð að BritneySpears er uppháhaldsleikari Ungverjans. Þessa fleygu setningu lét félagi Bjartur flakka, þegar íslendingar í Debrecen stigu út af kvikmyndinni About a Boy. Hún er fín, svona fíl gúdd mynd eins og Björg orðaði það. [Fyrir lesendur, þá skal árétta að Bjartur og Björg eru ekki saman, þótt ótrúlegt megi virðast. Björg er með Daða, og Bjartur er ekki með neinum.Þau búa hins vegar í sama húsi og ég, og láta panta fyrir sig pizzu í recepció]

About a Boy, fær 4 stjörnur af fimm mögulegum. [****]

|