28.9.02

Feitt rokkar...

...þessi skóli sem Ungverjinn sækir um þessar mundir. Svo mikið er rokkið, að ákvörðun hefur verið tekin. Hér verð ég, næstu 6 árin.

RÖKSTUÐNINGUR

Er aðallega þríþættur.
1. Verkleg kennsla í anatomiu. Kennslan er verkleg, og bókleg. Samanstendur af fyrirlestrum og verklegum tímum. Verklegt 2 í viku. Byrjar á annarri önn, lýkur eftir þriðju. Erfitt, en massagaman. Nemendum er skipt niður í 2-3 manna hópa. Þeir hópar hafa eitt lík, hver fyrir sig!!! Annað en tíðkast heimavið, þ.s. sama líkið er notað fyrir alla, og hefur verið notað fyrir alla, síðan að guð man það ekki einu sinni. [það skilst mér allavega...]. Kennslunni er skipt í tvennt, þ.e. tímalega séð. Á fyrri önn eru teknir útlimir og trunck, eða búkur. Á seinni önn er unnið með höfuð og háls.
2. Pathologia, verkleg. Pathologia, fyrir þá sem ekki vita, er krufning á nýdánu fólki, til að komast að dánarorsök. Kennsla í patho hefst á 3 ári, með massívu verklegu, þar sem kryfja þarf allt upp í 10 einstaklinga á 3 tímum. Það er ekki alltaf fallegt, eða vellyktandi [klipptir rassar, garnir, ristlar, magi o.s.frv.], en geðveikt spennandi.
3. Aðstaðan. DOTE, eða Debreceni Orvostudománi Egyetem, eða læknaháskólinn í Debrecen, er sá besti í Ungverjalandi, og víðar. Þá er ekki aðeins átt við A-Evrópu. Hér eru öll tæki sem hugsast getur, og það sem gleður mig einna mest, er að barnalækningar eru mjög hátt skrifaðar. Hér eru allar deildir tvöfaldar, þ.e. ef til er deild fyrir fullorðna, s.s. röntgen, eða líffæraflutninga deild, er hún líka til fyrir börn. Sem er alveg geðveikt.

Af þessu leiðir, að ég er í góðum málum varðandi "val" á skóla, og sé hálfpartinn eftir því að hafa ekki bara sleppt því að sækja um í danmörku.

|