...
...ég bið þá kvenkynslesendur afsökunar sem supu kveljur við lestur síðasta bloggs [titill: af almennri vitleysu og hrottaskap]. Þar var ekki átt við ykkur, dúllurnar mínar. Nema þú heitir Ariel Sharon... sem er ekki líklegt.
En það sem ég á við, er að ég þoli ekki þetta rugl þarna í Ísrael. Guðsútvaldaþjóð, sem af einhverjum ástæðum kallar sig það, sér lógík í eftirfarandi, ásamt bandaríkjamönnum:
Markmið: Umbætur í stjórnkerfi Palestínu, efling löggæslu, og taka skal hart á hryðjuverkamönnunum sem fremja sjálfsmorðsárásir.
Aðferð: Sprengja öll húsin þar sem ríkisstjórn Palestínu hittist, nema eina skrifstofu. Sprengja allar lögreglustöðvar á Vesturbakkanum, og á Gaza-svæðinu. Drepa, eða handtaka lögreglumenn sem grunaða hryðjuverkamenn. Rægja leiðtoga Palestínumanna í fjölmiðlum, og skjóta krakka sem henda steinum í skriðdreka. Ég sem hélt að skriðdrekar væru brimvarnir, þyldu byssukúlur og allt. Þeir virðast greinlega vera með ofnæmi fyrir grjóti...
Annars fékk Ungverjinn nýja mynd af þessum málum, á tali sínu við ísraelskan kunningja í gær. Það hafði ekki hvarflað að mér, en þessar peningasendingar Bandaríkjamanna til Ísraels, eru ekki aðeins til að fjármagna vopnakaup til "verndar" Ísraels, heldur líka til að borga fyrir hollustu þeirra gagnvart USA. Með því að gefa Ísrael 3 milljarða bandaríkjadala á ári, þá eru þeir líka að borga fyrir svona "safe house in a hostile territory". Það er semsagt nokkuð til í þessum málum. Einnig mæli ég með því að fólk ræði við Ísraela um þetta mál, því þeir eiga eftir að lýsa þessu allt öðruvísi en við höfum fengið að heyra í fréttum.
Ariel Sharon, hins vegar er hryðjuverkamaður, sem ætti að senda sömu leið og Slúpertinn Méreralvegsama [Slobodan Milosevics]
<< Home