30.7.04

Andskotinn
 
Andskoti er orðið langt síðan maður bloggaði. Blogger bara kominn í svipaðan pakka og Word var, síðast þegar ungverji athugaði.
 
Nú líður að frídegi verslunarmanna. Sá dagur er haldinn hátíðlegur þannig, að allir eru í fríi nema þeir sem veita þjónustu. Það er verslunarmenn. Ungverji mun ásamt fríðu föruneyti leggja í´ann örlítið fyrir eftirmiðdegi en nokkru eftir hádegi á laugardag. Föruneytið er glæsilegt, að vanda. Auk Ungverja fara Atlinn, Hulda, Kata og Edda Mac (aka Chinese Mac). För er heitið í veðurblíðuna á Hveravöllum. Það er alkunna að á Hveravöllum er veðursæld mikil, sérstaklega á veturna, og nær hitinn að hámarki -10 gráðum á Celsíus kvarðanum. Ekki nóg með það, heldur er vindhraði með minnsta móti; Slefar í 20 m/s að meðaltali. Þarna er því veðursæld mikil, og ákjósanlegur áfangastaður fyrir sól-þyrsta ferðamenn.
 
Veðrið verður þó ekki látið fara í gönur. Tjald Ungverja, einnig nefnt Partýhöllin (svona eins konar home away from home fyrir partýhaldara) verður með í för, og ekki laust við að teikningar verði teknar með. Síðast þegar tjaldið var með í för, fór ekki betur en svo að helmingur útlegunnar fór í að tjalda helvítis tjaldinu. Það tókst þó að lokum, þrátt fyrir að Helga hafi ælt kótelettunni sem Ungverji grillaði svo meistaralega ekki fyrir hana.
 
Nú verður hins vegar hver um sig að grilla, og ekki laust við að tilhlökkunin sé mikil. Ungverji býst við að brottför frá Hveragerði verði svona um 5 leytið, komið verði að Gullfossi svona kannski 6:30 og á Hveravelli, ef allt gengur að óskum, svona átta til hálfníu. Ekki slæmur árangur það. Svo verður bara drukkið frá sér allt vit, en þó ekki svo, að sloppið verður við sendiför í bæinn til að ná í meira vín.
 
Af Ungverja er annars ekkert að frétta, annað en það að hann er hættur við hástefnt plan sitt að fara fyrr til Ungverjalands til að taka Físíó aftur. Heldur kýs hann laxveiði. Að sjálfsögðu.
 
Ungverji biður æsku landsins vel að lifa, ganga sæmilega rösklega um gleðinnar dyr, hafa hemil á sér, og muna að nei þýðir nei (samt virðist það stunudum ekki vera þannig. Sem dæmi:  DRengur kemur að stúlku í nauðum staddri og spyr hvort hann geti ekki hjálpað sér. Stúlkan svarar: Nei nei, þetta er allt í góðu lagi. Drengurinn heldur áfram sína leið, og hugsar ekkert meira um það. Svo tveimur dögum síðar kemur forsíðufrétt í DV: 
 
Skildi hana eftir í nauðum!!!
Var hjálparvana, og hann gekk bara framhjá
 
Hvers eigum við karlpeningurinn að gjalda? Stundum þýðir nei já, stundum þýðir já nei, stundum þýðir nei nei, stundum þýðir já já, og stundum þýða já og nei nákvæmlega sama hlutinn, en bara hvorki nei né já. Þetta er svokölluð ómennska!)
Maður á alltaf að segja það sem maður meinar, og meina það sem maður segir. Andskotinn!!!

|

16.7.04

la la la la l aa trallalla, lalla lalla tralla
trallalallalallala, lalla lalla tralla.
 
þetta syngur jakbína blessunin í augnablikinu, og hefur gert nokkur síðastliðin ár. sama stefið, sömu laglínuna, allan daginn, og alla nóttina.
 
lalla lalla lalla la,
lalla lalla tralla
tralla tralla tralla la
lalla lalla tralla.

|

11.7.04

fífl

ungverji skilur alls ekki hvers vegna bandaríkjamenn eru svona vitlausir. þeir eiga að heita mesta og ríkasta þjóð heimsins. hið síðara er sennilega rétt. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að bandaríkjamenn eru hrætt fólk. Liðið gengur út frá því að maðurinn við hliðina hafi ekkert annað en illt í huga. Sem dæmi má nefna könnun á vefnum Tip the Pizza Guy, en þar er spurt hvort pizza staðir eigi að hætta að banna sendlum að ganga með leynd vopn (byssu) ef viðkomandi er með leyfi til að bera vopn. 2/3 þátttakenda sögðust ekkert hafa á móti því að sendillinn væri með byssu.

Ungverji er þeirrar skoðunar, að verðui maður rændur, er best að láta ræningjanum allt sem hann biður um í té, og forða sér svo. Ekkert sem maður gengur með um í vasanum er þess virði að láta drepa sig yfir.

|

10.7.04

Krónísk hægðatregða Íslendinga

Það vita það allir sem hafa þjáðst af hægðatregðu, að það er ekki beint þægilegt; Og þeir sem eru svo lánsamir að hafa sloppið, hljóta að geta gert sér í hugarlund hversu óþægilegt það er. Fólk verður pirrað, æst, óþreyjufullt og hefur flest á hornum sér. Nú eru til ýmis lyf við þessum kvilla, og því er skrítið að svo margir Íslendingar skuli, að því er virðist, þjást af hægðatregðu.

Fólk man e.t.v. eftir víkingasverðinu mikla sem reisa átti (á) á hringtorginu fyrir framan Þjóðminjasafnið. Fyrirtaks hugmynd, vel framkvæmanleg og myndi vafalaust lífga upp á annars litlausa borgina. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til fólk stökk upp og æpti: "ÚLFUR, ÚLFUR". Þetta er reðurtákn, hélt fólkið fram. OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ? Er ekki bara allt í lagi að hafa reðurtákn á e-u hringtorgi? Ungverja gæti bara ekki verið meira sama. Ef fólk er svona stressað yfir þessu, væri svosem hægt að reisa nokkurs konar "sníp-tákn" uppi á Hagatorgi, nú eða bara hafa þetta tvennt saman þarna á spyldunni fyrir framan Þjóðminjasafnið.

Svo er það þessi Majonesdolla. Það verður að segjast að Ungverji sprakk úr hlátri þegar hann sá þessa dollu í fréttum Ríkissjónvarpsins fyrir skemmstu og sagði: "Djöfulsins snilld!!!". Svo kárnaði gamanaið þegar harðlífis-lýðurinn þarna á Suðurlandi hrópaði upp yfir sig að þetta dygði nú ekki. Ekki hefði verið sótt um tilskilin leyfi, og skriflegt samþykki á hinum og þessum staðnum. Er ekki allt í lagi hjá fólki? Augljóslega ekki, því þetta fólk er greinilega með hægðatregðu á háu stigi. Eigandi Gunnars Majones, á landið þar sem dollan er, og hann talaði við Sýsla á Selfossi, og Sýsli sagði víst OK. Gott tsjill. En neibb. Húsmæður úr Vesturbænum hafa greinilega átt leið hjá, og verið ofboðið.

Spurningin er, hvort ekki ætti að boða alla landsmenn í Lýðheilsustöð og skikka ofan í liðið laxerandi. Þetta náttúrulega er ekki hægt.

Spurning hvort brugðist hefði verið eins við, hefði Gunnar sett upp risa laxerolíu dunk þarna á túninu. Fólk hefði sennilega bara fengið sér sopa. Svo bara brunað á Hellu og beint í Söluskálann. Atvinnu og heilsubætandi...

Fólk skilur ekki, að það var svona sem talíbanarnir byrjuðu. Hvernig væri nú aðeins að tsjilla á pakkanum, og fá sér majones... létt majones.

|

9.7.04

af hrakförum sigmundar

Sigmundur fór í bíltúr. Það sem slíkt er kannski ekki í frásögur færandi, en það var eitthvað sérstakt við þennan bíltúr. Sigmundur keyrði sem leið lá niður að sjoppu, sem er náttúrulega aðalsamkomustaður bæjarins. Þar hitti hann fyrir vin sinn, Jóhann. Jóhann, eða Hanni dekk eins og hann er kallaður, skellti upp úr þegar Sigmundur steig út úr bílnum og sagði: Djöfulsins bílhrak er þetta maður!!!

ha!

|

laxveiði og lyfjafræði

nú hefir ungverja áskotnast boð í laxveiði. hyggst hann þyggja boðið, enda ekki af verri endanum. För er heitið í Norðurá, sem löngum hefur haft titilinn fegurst áa. Veiðin í sprænunni hefur verið að glæðast, og núna í síðustu viku var holl sem fékk yfir 100 fiska. Ungverji myndi þó láta sér nægja útiveruna, og samveruna með settinu (pabbi og mamma). Gaman að því. Í framhaldi af þessu boði, hefir ungverji ákveðið að hætta stórmennskustælunum og sætta sig við tvistinn í físíó, og veiða heldur lax, en einkunnir, enda hið fyrrnefnda mun skemmtilegra.

Lyfjafræði les ungverji um þessar mundir í miklum makindum. Gaman er að því, enda um upprifjun og framhaldsnám í bíókemíu og físíó að ræða. Skruddan sem ungverji les úr, er úr hinni víðfrægu MRS séríu, og er víðfem. Það er þó ekki örgrannt um að ungverji hefði keypt bókina dýru verði, enda töflur þær sem bókin inniheldur, mjög góðar, og útlista reseptoravitleysuna sem ósjaldan var flett upp í byrjun júnímánaðar.

mikið var þetta nú leiðinlegt blogg...

|

7.7.04

dabbi og bush...

gaman að sjá íslenskan forsætisráðherra á forsíðu vef Hvítahússins.

gaman líka að heyra hvað þeir voru jafnpólitískir í að lýsa árangursleysi fundarins. "Mjög góðar og hreinskilnislegar viðræður, við komumst ekki að neinni niðurstöðu, enda var það ekki ætlunin."

Forsetinn átti ammali í gær. Og Davíð mundi það. Hann hló svo eins og lítill krakki þegar fréttamenn hófu upp "raust" sína og gauluðu "happy birthday"-lagið. Að gaulinu loknu sagði forsetinn: "Y´all call that singin?"

dabbi kall, ungverji bara vonar að þú hafir fengið penna, eða servíettu, nú eða mynd með manninum. Ekki farið alveg tómhentur úr egglagaskrifstofunni.

Svo er gaman að velta því fyrir sér að nú verður sennilega hvorugur þessara manna í embætti að ári liðnu, og hvert það samkomulag sem komist var að í gær, er því dautt.

mikið prump, miiiikið prump.

|

1.7.04

slaur

...tékkar að tapa fyrir grikkjum. Reyndar fyllilega skilinn ósigur af hálfu tékka, enda grikkirnir einfaldlega miklumiklu betri. Flott mark líka. (Hanna, maðurinn þinn bara ekki að standa sig, ha...)

...ríkissaksóknari fyrir metnaðarminnstu heimasíðu ríkisvaldsins. Með verri heimasíðum sem ungverji hefur séð.



Að vera á næturvakt er ekkert grín. Það er svo leiðinlegt að annað eins hefur vart heyrst. Annað hvort er allt of mikið að gera, eða allt of lítið að gera. Það er ekkert millistig. ÓÞOLANDI!!! Annars er þetta bara ágætistsjill. Fyrir utan það náttúrulega að maður sefur til að verða fimm, og þá er leikurinn, svo er kvöldmatur, og þegar það allt er búið, þarf maður að fara að taka sig saman í andlitinu fyrir næstu vakt. ÓÞOLANDI!!!

Ungverji hlakkar þó til helgarinnar, en þá á Afi ammali. Hann verður 83 ára kallinn. Grill í hlíðinni hljómar bara sæmilega. Mamma var svo góð að flytja herlegheitin yfir á laugardaginn, svo karlpeningurinn gæti nú horft á leikinn á friði og ró. Besta mamma í heimi. Annars hefur móðir ungverja heldur betur verið að stíga fram í sviðsljósið í bisnessnum undanfarið. Fyrr í vor byrtist viðtal við hana í NýjuLífi, að því er ungverja minnir. Svo tók nú botninn úr þegar ungverji fletti Frjálsri Verslun í morgun, en þá var mamma þar. Talin ein af 70 áhrifamestu konunum í viðskiptalífinu. Ungverji var samt örlítið hneykslaður á þeim þarna í FV að hafa hana ekki á topp 10. Ungverji er tilbúinn að höggva af sér höndina í veðmáli um að mamma stýri nú örlítið stærra apparati en Sautján kellingin.
Smá biturð í byrjun vaktar. allt í góðu þó...

|

nú jæja...

... þetta er sennilega algengasta byrjun á bloggi, á þessari blogg-bók. Hvað með það. Ungverji hefur nú setið í öngum sínum, og íhugað hvernig hann getur toppað síðustu færslu. Hann er kominn að niðurstöðu. Það er ekki hægt.

Ungverji leggst hérmeð í dvala.

ps.
ungverji hlakkar mikið til tveggja dagsetninga á dagatalinu um þessar mundir.

17. júlí. Þá munu ungverjar almennt hittast á heimaslóðum þessa ungverja í Hlíðinni.
24. júlí. Þá munu fyrrverandi bekkjarfélagar úr 6.S hittast heima hjá Gunnhildi og drekka sig "blekfulla" eins og kallinn orðaði það.

góðar stundir.

|

úr viðjum hafsins...

...djúpt, ekki satt? Ungverji hefur hugsað sér að vera á heimspekilegu nótunum í þetta skiptið, og láta hugann reika langt, langt, langt í burtu.

Allir hafa gott af því að hugleiða. Hugleiða daginn og veginn, og hugsa um það sem orðið er og líka það sem komandi dagur ber í skauti sér.
Þetta er of lélegt. Ungverji ætlar að taka sér umhugsunarfrest í eins og svona klukkutíma....

|