26.2.04

snjór og læti!

jább, ungverji hélt að það væri komið vor. Það dundi á debrecen borg um daginn mikill hríðarbylur, sem hvaða íslenski veðurguð hefði getað verið sáttur við. En það er að rætast úr þessu, og farið að hlýna á ný. Ungverji vonar að þegar prófahaglélið sem dynur á í komandi viku er yfirstaðið, verði hægt að fagna með því að setjast út á svalir á Pálma og drekka eins og 2 Mojito. Hvílík dásemdargleði. Og fólk spyr hvers vegna ungverji vilji vera í Ungverjalandi. Það liggur náttúrulega í augum uppi, þegar valið stendur á milli rigningar og snjókomu til skiptis út mars og miðjan apríl annars vegar eða fara út á stuttbuxum og drekka kokteila í mars, á verði bjórdósar á íslandi. Ekki spurning.

Annars er ungverji búinn að koma sér vel fyrir í nýjum híbýlum, og búinn að kaupa helstu nauðsynjar, eins og sjónvarp. Hvílík garrrgandi snilld. Svo er ungverji kmoinn á fullt í boltanum á ný, og getur séð alla þá leiki sem hann lystir, hverju sinni. Það er þó á stundum sem slíkum, að Gaupi verður Guð miðað við ungversku lýsendurnar.

Nevróbíólógían er að renna sitt skeið, og próf í 6. viku, þ.e. ekki í næstu, heldur þarnæstu. Það verður farið á Pálma og drukkinn kokteill, hvort sem það er úti eða inni. Yndi.

Svo er rétt að óska Guðrúnu Dóru til hamingju með daginn, en konan er 22 í dag. Til hamingju Gunna. Þetta er ekki það eina merkilega í Debó þessa dagana, en Veiga var að losna við teinana, og skilur við þá alfarið í dag. Ekki er búist við miklum söknuði, eftir ellefu ára nærveru þeirra. Til hamingju stelpur, þið eruð frábærar!!!

og með þeim orðum hefur ungverji kvatt sjálfan sig í kútinn.
góðar stundir.

|

13.2.04

jææææja

Ungverji er mættur til skrifta. Sitjandi á bókasafni Kénezys við flatskjá og fagra mey. Það er helst í fréttum að ungverji hefur flutt sig um set, að Zoltay utca 19 3/16. Er nýi staðurinn allt að þrefalt stærri en ungverji bjó í áður. Hefir ungverji öll þau nútímaþægindi sem ungur nemandi gæti mögulega vantað. Uppþvottavél, þvottavél, eldavél, ofn, sjónvarp, internettenging sem þarf að virkja (ungverji hefur ekki verið nógu framtakssamur til þessa), ágætissófasett o.m.fl.

Svo má minnast á veðurofsann sem hér var um hríð. En það var einmitt hríð. Stórhríð. Kuldinn hefur líka látið á sér kræla, en kuldastigin voru 17 í mínus í nótt, og geri aðrir betur.
Annars er skólinn byrjaður á fullu, og þarf ungverji heldur betur að spýta í lófana ef komast á klakklaust frá þessari neurobio. Þetta er allsvakalegt fag, en þar er einmitt minnst á hina ýmsustu raufir og hryggi, ásamt Brodman's svæðum 3,1,2; 44; 40,39, 21; og svo framvegis og ekki má gleyma 4, sem telst víst nokkuð mikilvægur fyrir daglega hreyfingu og annað slíkt. Annars er það bara sama gamla draslið. Biochem og Physio. Fyrirlestrar í þeim fögum eru um þessar mundir eins leiðinlegir og hægt er að hugsa sér. Sem dæmi um leiðindi biochem, byrjar fyrirlesarinn um það bil 7 mínútum áður en tíminn byrjar. Innt eftir því hvað henni gangi til segir hún það ekki skipta neinu máli enda komi fólk5 mínútum of seint, hvenær sem hún byrjar. Góð rökfærsla það.
Gunna flutti yfir í ungverjans gömlu íbúð. Ungverji óskar henni velfarnaðar á nýjum, og væntanlega hljóðlátari stað... Gunna, við þurfum svo aðeins að ræða um þennan rjómaost sem þú lumar á. Kannan minntist á fjöllin öll af ostum í ísskápnum hjá þér.

jæja, nóg að sinni. máski bloggað verði næst innan viku... aldrei að vita

|