23.5.03

I

"...Hvur djöfullinn er í gangi???" Þegar Jónas vaknaði, var engu líkara en verið væri að hræra í hljóðhimnunni á honum með eyrnapinna. Fíflið í kjallaranum var að gera hann brjálaðann. Ekki nóg með að hann kvarti yfir hávaða þegar Jónas hnerrar, þá er það honum lífsnauðsyn að brjóta upp grunninn á húsinu, með loftbor, klukkan 7:59 á laugardagsmorgni. Jónas ákveður hins vegar að leggjast bara á hina hliðina og reyna að sofa úr sér síðustu prómillin, frá kvöldinu áður. Jónas var ekki lengi að ná upp blóðþrýstingnum, því sem hann sneri sér við, mætti honum sú loðnasta bringa, sem hann hafði á ævinni séð. Hann stökk upp úr rúminu og öskraði. Raggi vinur hans lá í rúminu, allsber. "Hvað er í gangi?" æpti Jónas upp yfir sig. Raggi rumskaði ekki. Það var náttúrulega ekki séns að Jónas gæti sofnað aftur, sérstaklega ekki eftir að hann komst að því að hann sjálfur var allsber líka.
Jónas fór fram og fékk sér kornflex og kaffi. Íbúðin var ekki ýkja stór. Lítið eldhús, baðherbergi, ágætis stofa og 2 svefnherbergi. Kaldar flísarnar í eldhúsinu titruðu við djöfulganginn í kallinum niðri, og kaffið myndaði svona hringi, eins og í Jurassic Park. Raggi kom fram. Það var ekki laust við að hann væri vandræðalegur. Ef eitthvað var, þá var hann þynnri en Jónas, ef ekki fullur ennþá. Þeir sögðu ekki mikið. Hvorugur virtist muna hvað hafði gerst á Gauknum kvöldið áður. Páll Óskar var DJ, og eins og vant var, þá var feiknastuð.
"Hvar eru stelpurnar?" spurði Raggi.
"Hvaða Stelpur?"
"Didda og Svanhildur, hverjar aðrar?"
Didda var kærasta Ragga. Ljóshærð, blá augu og var einu sinni eins og klippt út úr Playboy. Eftir að hafa djammað of mikið í tvö ár, var ekki laust við að það sæist á henni að hún væri lifuð. En Ragga var sama. Kroppurinn var ennþá til staðar, og fyrir Ragga, þá var það það sem skipti máli.
Svanhildur var gella sem Jónas var að reyna að hösla. Þau höfðu "þekkst" í tæpt ár. Hann sá hana fyrst í Klassanum. Hún var að æfa innanlærisvöðvana. Vel formuð lærin og stæltur maginn nutu sín vel í átfittinu sem hún var í. Ekki skemmdi fyrir að svitinn dropaði á brúnu enninu, og hann fylgdist með einum dropanum, þegar hann rann niður ennið, nefið og lenti beint á milli brjóstanna. Djöfull var hún flott. Hún glansaði. Jónas langaði svo mikið að segja hæ, en auðvitað þorði hann því ekki. Hún brosti, og blikkaði hann. Þegar Jónas kom svo úr sturtu, sá hann að Svanhildur var að tala við Dísu (þið vitið, Dísa í WorldClass). Hún sagði: "Hæ". Jónas vissi ekkert hvað hann átti að gera. Hann ætlaði að segja hæ, en var svo stressaður að hann fékk svona kökk í hálsinn, og varð að kyngja. Þess vegna kom ´hæ´ið´ út eins og hiksti. Jónas hugsaði með sér "Fífl get ég verið. ANDSKOTINN!!!". Þau voru svo svona "hæ" vinir í tvo þrjá mánuði, en þá bauð hún honum upp á salat og sjeik í Klassanum. Þau voru svo að deita svona on and off í nokkra mánuði, en nú var þetta að gerast.
"Eru þær hérna?!?", um leið og hann sagði þetta, þá tók hann eftir að dyrnar inn í gestaherbergið voru lokaðar.
Hann rauk á fætur og nánast sparkaði upp hurðinni. Við honum blasti rúmið, sængin, og og... það var eitthvað undir sænginni.

|

22.5.03

FRÁBÆRT!

Ungverjinn vill nota þetta tækifæri og lýsa tvennu yfir.

1. Ómæld ánægja með skipan menntamálaráðherra. Þorgerður Katrín, úr umdæmi Ungverjans, er kjarnakona með viti og á hún allt gott skilið. Ungverjinn óskar Þorgerði velgengni í starfi.

2. Ómæld óánægja með skrifræði og vesenisgang danskra stéttarfélaga. ÞETTA ER ÓÞOLANDI.

smásaga er í vændum...
bíðið spennt!

|

21.5.03

UNGVERJINN LIFIR

Já, Ungverjinn lifir svo sannarlega. Lesendur eru beðnir afsökunar á bloggfallinu, en þetta verður reglulegur viðburður næstu vikuna. Próf standa yfir. Tók eitt í dag. Ekki laust við að solid 4 hafi legið. Helvíti gott bara.
jæja, pizzan er komin.

meira síðar, etv ekki fyrr en af klakanum... aldrei að vita...

fyrir þá sem fengu áfall, þá eru einkunnir gefnar á skalanum 1-5 svo 4 er bara helvíti gott...

|

11.5.03

Til hamingju

Til hamingju Ísland. Í gær tóku íslendingar ákvörðun. Ákvörðun sem stuðla mun að áframhaldandi stöðugleika og framförum í íslensku þjóðfélagi og efnahag. Íslendingar sýndu það í verki að þeir vilja stöðugleika, framfarir og almenna ánægju.
Jæja, MC bíður og Nárinn ásamt Mr. Jones láta ekki biða eftir sér.

|

10.5.03

Jæja, góðir lesendur...

Nóg komið að sinni. Úrslit verða birt á hádegi, endanlegar tölur. Takk fyrir áhorfið.

|

Það er ljóst, að kosningakerfið er meingallað. Það að 3 atkvæði á Norðausturlandi geti fellt út þingmann í reykjavík... og að 172 atkvæði í Reykjavík suður hjá B lista, geti komið ingibergi inn í Reykjavík norður er absúrd!!!

|

Davíð, alltaf góður...

|

Ungverjinn vill á þessum tímapunkti óska Samfylkingunni til hamingju með sigurinn í sjávarútvegsumræðunni. Einnig að helsti talsmaður, og ótvíræddur ræðumaður ársins (borgarnesræður I og II, ásamt umræðum í sjónvarpi, ummælum um þingframboð og bara allt) er ekki inni á þingi, og verður það að öllum líkindum ekki.

Til hamingju Ingibergur Sólbrúnn

|

Gaman að því að heyra Össur segjast hafa unnið umræðuna um sjávarútvegsins... Það hefur verið birt á netmiðlum að þessi flokkur veit nákvæmlega ekki skít um sjávarútveg. Einnig nefndi Össur að Ingibjörg Sólrún hefði aldrei vaðið slorið upp fyrir ökkla, og hún hefði sett sig frábærlega vel inn í þetta mál, og gersamlega kaffært reyndustu menn þjóðarinnar í umræðum, ekki alls fyrir löngu.

Bent er á umfjöllun Kallsins um ISG um sjávarútveg!!!

|

Hverjir eru úti

Ísólfur Gylfi Pálmason, 2. varaforseti alþingis er úti af þingi, eins og málin standa núna, þó tæpt standi. Vantar Ísólf 30 atkvæði, sem ekki getur talist mikið...
Ásta Möller er einnig úti, vantar 641 atkvæði
Birgi Ármannsson vantar 458 atkvæði, og við skulum nú vona að hann komist inn

þetta er það fólk sem skiptir máli...

Hins vegar er ljóst að Ingibergur hlaut margar útstrikanir í sinn vil, þannig að hann þokast upp á við...

og Össur verður klökkur þegar hann sér hvað "félagarnir eru að gera fínt!" *snökt*

|

Tekið af mbl.is

Mikið um útstrikanir á lista Samfylkingar í Reykjavík norður
Mikið er um útstrikanir á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður að því er fréttamaður á Stöð 2 hefur eftir talningamönnum. Sagði fréttamaðurinn útstrikanirnar verða til þess að þoka Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, ofar á listann.

|

Það er ljóst að þessar kosningar eru einhverjar þær jöfnustu í manna minnum

|

Guðjón Arnar er vígreifur!!! komnir með 4 menn inn, tvöfalt meira en í síðustu kosningum... stefnir að því að tvöfalda fylgið á landsvísu, fari úr 4,25% í 8,5

|

Guðjón Arnar er vígreifur!!! komnir með 4 menn inn, tvöfalt meira en í síðustu kosningum... stefnir að því að tvöfalda fylgið á landsvísu, fari úr 4,25% í 8,5

|

Ingibergur Sólbrúnn er dottinn út!!!

|

Framsókn tapar örlitlu, D tapar 7,6%, S bætir við sig 2,6%

|

landið stendur þannig

2,6% vantar D til að fá nýjan mann inn, og fellir 21. mann S

|

Suðurkjördæmi...
talin hafa verið 8626
B 1954
D 2724
F 592
N 52
S 2645
einhverjir óháðir sauðir... maður nennir ekkert að fylgjast með þessum óháðu vitleysingjum
U 394

|

Þeir sem eru tæpir eru eftirfarandi:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stendur og fellur með 3 atkvæðum U-lista í norðausturkjördæmi
Halldór Ásgrímsson
Katrín Júlíusdóttir
Dagný Jónsdóttir

Vissulega eru þessar tölur ekki endanlegar, en athygliverðar engu að síður

|

Já, það er nokkuð ljóst báðir leiðtogar stjórnarflokkanna voru ekki sáttir við fyrstu tölur. Þó var Halldór frekar brattari en Davíð. Mætti segja að þetta sé það næsta sem Davíð hafi komist því að missa djobbið... Það er ekki gott.

Einnig var því fleygt að Ögmundur stæði tæpt inni á þingi... Það yrði eftirsjá af honum...

|

Stjórnarmeirihlutinn heldur velli, með 3 þingmönnum...

|

Fylgist með kosningunum á Domus Hungaricus!!!
Úrslit í beinni

|

Davíð er ekki ánægður, Halldór ekki heldur...
Ingibjörg segir ekki alla nótt úti enn...

|

HVAÐ ER AÐ SKE???

Þetta er ekki að gerast! Það virðist, samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavíkurkjördæmi norður, að það verði jafnt milli D og S. Það er hrikalegt!!!

Það er samt alveg magnað, að sama hvað fólk gerir svona kosningavöku oft, að það skiptir engu, alltaf fer allt í klúður. Núna áðan var t.d. verið að bíða eftir tölum úr Reykjavíkinni, og það var maður sem bað formann kjörstjórnar um að setjast hjá sér upp á borði og var með fíflaskap!!!

Reykjavík suður:
B 3051
D 10393
F 1741
N 369
S 9147
U 2536

Lítur óneitanlega betur út en í norður...

|

Jamm...

Gaman að fá svona mikil viðbrögð við bloggfærslum. Nýir kommentarar bætast í hópinn, og nýjum bloggurum er vísað til sætis á matseðli domusins. Komið hefur í ljós að , Sigrún egtakvinna Erlings, aka Lingsins, heldur úti bloggi... Er hún boðin velkomin í fríðan hóp bloggara, og eykst hér með dagleg lesning um einn heilan...
Einnig skal þess getið að Lingurinn heldur úti bloggi, hjá Gústa, nánartiltekið í kommentunum hjá Svartamanninum. Gaman að því.
Í gær var ráðgerð drykkja á eins og einu Langeyjarístei. Varð sú drykkja að 5 bjórum, einum vodka redbull, 2 gyros (hvar annar var snæddur eftir að glímt hafði verið við blóðnasir næturinnar) og viti menn, einu Langeyjarístei. Ölvun var, skiljanlega, talsverð, en þynnka ekki. Ástæðan fyrir því er einföld. Blóðskipti voru viðhöfð inni á baðherbergi Ungverja, hvar vínandinn lak út, með blóðinu án þess að hika!

Annars verður maður víst að koma með úttekt á þessum kosningum, þrátt fyrir að póstþjónusta Ungverjalands, hafi neitað Ungverjanum um þátttöku í þeim. Já, þið lásuð rétt. Ungverjinn fékk endursent atkvæði sitt með pósti núna um daginn. Þetta lið hikar ekki við að stunda glæpamennsku! En engu að síður. Það er ljóst að D-listinn, listi borinn fram af Sjálfstæðisflokknum mun bera sigur úr bítum, eins og mörg undanfarin kjörtímabil. Hins vegar er spurning um það að hverjir mynda ríkisstjórn... Vonast er til, allavega á þessum bænum, að D og U myndi ríkisstjórn, og sennilega verður einhver einn enn að fá að vera memm, en samvkæmt skoðanakönnunum undanfarinna daga, þá er ljóst að D og U yrðu þá að mynda minnihlutastjórn, en slíkt gefst ekki vel. Ungverjinn lýsir yfir vonbrigðum með alla stjórnmálaflokkana, enda hefur honum ekki borist einn rafpóstur um stefnumál flokkana. Það er engu líkara, en forystu flokkanna sé bara skítsama um mitt atkvæði.
Það er þess vegna sem Ungverjinn kúkar á þessar kosningar, og er fegin því að atkvæðið hafi verið endursent. Hins vegar er Ungverjinn búinn að haga því þannig, að atkvæðið komist engu að síður til skila, gegnum ónefndan mann sem kaus að skila auðu... [en atkvæðið verður ekki autt, heldur Dásamlegt!!!]

Til gamans má svo geta að Ingvar, aka Fabíó, steradvergurinn, nárahár, inguinalis, inguinal ligament etc., ræddi hnefun og spuna við stúlku að nafni Deepdee Rodriguez á Saxaphone í gær. Gaman að því

|

6.5.03

Ræpa

Já, það er ekki laust við að Kallinn hafi fengið bloggræpu, eftir 2 vikna hlé á bloggi. Er það vel, enda ljóst að kallinn missti ekki tötsjið í fjarverunni. Ungverjinn lýsir yfir ánægju með þetta, og tekur einnig til sín tilmæli Kallsins, varðandi bloggfall. Hins vegar á það sér eðlilegar skýringar, enda var Ungverjinn í prófi, og fer í próf á fimmtudaginn. Frumulíffræðin hefur tekið á sig mynd biochemistry, hvar paþveiar, prótín, Ras, G-prótín, receptor protei tyrosine kinasar ráða ferðinni.
Jæja, Ungverjinn óskar þess að hann gæti komið með góða umfjöllun um kosningar, verðandi valdhafa föðurlandsins o.s.frv. Hins vegar er það erfitt þegar ekki ein einasta sjónvarpsstöð í ungverjalandi sendir út á íslensku [furðulegt].
Ungverjinn tekur þó undir með Kallinum, er hann segir að kominn sé tími á Halldór Blöndahl, enda er hann alveg að tapa öllum sönsum. Nú er bara að vona að hann sjái að sér, og bjóði sig allavega ekki fram til forseta alþingis. Þó hann sé reyndar óendanlega líklegur til þess, melurinn!

Annars gleymdi Ungverjinn kjúllanum í afþýðingu...
blogga jafnvel síðar í kvöld...

|