10.5.03

Jamm...

Gaman að fá svona mikil viðbrögð við bloggfærslum. Nýir kommentarar bætast í hópinn, og nýjum bloggurum er vísað til sætis á matseðli domusins. Komið hefur í ljós að , Sigrún egtakvinna Erlings, aka Lingsins, heldur úti bloggi... Er hún boðin velkomin í fríðan hóp bloggara, og eykst hér með dagleg lesning um einn heilan...
Einnig skal þess getið að Lingurinn heldur úti bloggi, hjá Gústa, nánartiltekið í kommentunum hjá Svartamanninum. Gaman að því.
Í gær var ráðgerð drykkja á eins og einu Langeyjarístei. Varð sú drykkja að 5 bjórum, einum vodka redbull, 2 gyros (hvar annar var snæddur eftir að glímt hafði verið við blóðnasir næturinnar) og viti menn, einu Langeyjarístei. Ölvun var, skiljanlega, talsverð, en þynnka ekki. Ástæðan fyrir því er einföld. Blóðskipti voru viðhöfð inni á baðherbergi Ungverja, hvar vínandinn lak út, með blóðinu án þess að hika!

Annars verður maður víst að koma með úttekt á þessum kosningum, þrátt fyrir að póstþjónusta Ungverjalands, hafi neitað Ungverjanum um þátttöku í þeim. Já, þið lásuð rétt. Ungverjinn fékk endursent atkvæði sitt með pósti núna um daginn. Þetta lið hikar ekki við að stunda glæpamennsku! En engu að síður. Það er ljóst að D-listinn, listi borinn fram af Sjálfstæðisflokknum mun bera sigur úr bítum, eins og mörg undanfarin kjörtímabil. Hins vegar er spurning um það að hverjir mynda ríkisstjórn... Vonast er til, allavega á þessum bænum, að D og U myndi ríkisstjórn, og sennilega verður einhver einn enn að fá að vera memm, en samvkæmt skoðanakönnunum undanfarinna daga, þá er ljóst að D og U yrðu þá að mynda minnihlutastjórn, en slíkt gefst ekki vel. Ungverjinn lýsir yfir vonbrigðum með alla stjórnmálaflokkana, enda hefur honum ekki borist einn rafpóstur um stefnumál flokkana. Það er engu líkara, en forystu flokkanna sé bara skítsama um mitt atkvæði.
Það er þess vegna sem Ungverjinn kúkar á þessar kosningar, og er fegin því að atkvæðið hafi verið endursent. Hins vegar er Ungverjinn búinn að haga því þannig, að atkvæðið komist engu að síður til skila, gegnum ónefndan mann sem kaus að skila auðu... [en atkvæðið verður ekki autt, heldur Dásamlegt!!!]

Til gamans má svo geta að Ingvar, aka Fabíó, steradvergurinn, nárahár, inguinalis, inguinal ligament etc., ræddi hnefun og spuna við stúlku að nafni Deepdee Rodriguez á Saxaphone í gær. Gaman að því

|