6.5.03

Ræpa

Já, það er ekki laust við að Kallinn hafi fengið bloggræpu, eftir 2 vikna hlé á bloggi. Er það vel, enda ljóst að kallinn missti ekki tötsjið í fjarverunni. Ungverjinn lýsir yfir ánægju með þetta, og tekur einnig til sín tilmæli Kallsins, varðandi bloggfall. Hins vegar á það sér eðlilegar skýringar, enda var Ungverjinn í prófi, og fer í próf á fimmtudaginn. Frumulíffræðin hefur tekið á sig mynd biochemistry, hvar paþveiar, prótín, Ras, G-prótín, receptor protei tyrosine kinasar ráða ferðinni.
Jæja, Ungverjinn óskar þess að hann gæti komið með góða umfjöllun um kosningar, verðandi valdhafa föðurlandsins o.s.frv. Hins vegar er það erfitt þegar ekki ein einasta sjónvarpsstöð í ungverjalandi sendir út á íslensku [furðulegt].
Ungverjinn tekur þó undir með Kallinum, er hann segir að kominn sé tími á Halldór Blöndahl, enda er hann alveg að tapa öllum sönsum. Nú er bara að vona að hann sjái að sér, og bjóði sig allavega ekki fram til forseta alþingis. Þó hann sé reyndar óendanlega líklegur til þess, melurinn!

Annars gleymdi Ungverjinn kjúllanum í afþýðingu...
blogga jafnvel síðar í kvöld...

|