21.4.03

Imba Mambó

Já, Ingibergur hikar ekki við glæpastarfsemi. Blandar valdlausum, en þó táknrænum leiðtogum þjóðarinnar inn í kosningabaráttu; kosningabaráttu sem hefur sokkið niður á lægsta mögulega plan. Aðfarirnar minna á kosningabaráttu fyrir kosningar í BNA. Þar þykir einna best að niðurlægja andstæðinginn, grafa upp um hann skít frá hans/hennar yngri árum og ef mögulegt er, draga fjölskyldu andstæðingisins með ofan í svaðið. Svo er allt heila klabbið kórónað með ómálefnalegustu "rökum" sem hægt er að koma með: "KJÓSIÐ MIG, AF ÞVÍ BARA".
En þetta eru einmitt einu rökin sem Imba Mambó hefur á sínum snærum. Það hefur margoft komið í ljós að hún getur ekki svarað fyrir sig, nú nýlega í sjónvarpi hvar hún gat lítið sagt er rætt var um skatta, og kvótamál. Helstu rök hennar, og þar með (ó)Samfylkingarinnar eru þau að... bíðið við, það eru engin rök. Magnað!!!
Nýleg herferð (ó)Samfylkingarinnar snýst um að fá kvenfólk, þá aðallega yngra kvenfólk (á aldrinum 18-30) til að kjósa (ó)Samfylkinguna á þeim forsendum einum saman að forsætisráðherraefni flokksins (ath. ekki einu sinni formaður, eða talsmaður flokksins, þegar kemur að stórumálunum) er bara með 2 fætur, en ekki 3 eins og allir forsætisráðherrar landsins hingað til. Já, Imba er ekki með typpi. Kjósum Ingiberg Sólbrún! [klósettsetan í forsætisráðuneytinu verður líklega það eina sem græðir á þeirri kosningu.]
Ungverjinn sér sér (gaman að þessu) ekki annað fært en að geta þess, að hingað til hafa forsætisráðherrar landsins yfirleitt komið fram á buxum. Því hefur þeirra typpi ekki komið fyrir sjónir almennings. Það er spurning hvort Imba ætli að stuðla að breytingu þar á? Ungverjinn leyfir sér að fullyrða að það myndi ekki afla henni aukinna vinsælda. Það skal svo að lokum, fyrst þessi umræða er orðin jafnómálefnaleg og raun ber vitni, að Davíð er með hár. Ingibjörg ekki.

Nú er komið að okkur strákar

Davíð er strákur með hár

X-D fyrir DÁSAMLEGT!!!

|