20.4.03

Kjördagur, í gær?!?

Já, satt og rétt. Ungverjinn hefur kosið. Kosið rétt, í fyrsta sinn. Atkvæðið var greitt utankjörfundar, í Búdapest. Hér kemur saga dagsins.

Fyrr í vikunni hafði verið ákeðið að farið yrði til Búdapest til að kjósa, laugardaginn 19. apríl. Það var og gert. Dagurinn leið, sem svo hljóðar:
Ungverji drattaðist á fætur, hálftíma á eftir áætlun eða um klukkan 9. Ungverjinn þreytti munnlegt próf í vefjafræði daginn áður, og svitabaðinu sem því fylgdi hafði ekki verið fylgt eftir með venjulegu baði, svo það var gert. Um klukkan 9:30 var étinn morgunverður, pizza gærkveldsins. Hún var ágæt, eins og við var að búast af Budapest, borsó nelkul. Björgvin mætti svo bjútífúl yfir til mín, og við pöntuðum taxa niður á Nagy Allómas. Þar biðum við, róleg að vanda, Stefán kom tímanlega, en ekki er hægt að segja sama um Daðalíus og Inguinalis. Þeir ákváðu að taka tramman klukkan 10:45 við Egyetem, og voru komnir að lestarstöðinni klukkan 10:56. Þá örkuðu þeir rólega inn í lestarstöðina, stoppuðu til að íhuga hvort þeir ættu að kaupa sér ís, en eftir að lýðræðislega atkvæðagreiðsla hafði farið fram, var ákveðið að þeir myndu sleppa ísnum. Þegar þeir komu út á pall, sáu þeir í rassgatið á lestinni, hlupu hana uppi, og hoppuðu inn í aftasta vagn.
Lestarferðin var tíðindalítil. Þegar komið var til Búdapest var haldið beinustu leið til Ferenc (lesist Ferens), ræðismanns Íslendinga í Ungverjalandi. Hann er nýbúinn að kaupa hús, sem er miður glæsilegt, en er í endurgerð eftir áratuga niðurnýðslu. Sá Partur hússins sem er tilbúinn er hrikalega flottur, og verður að segjast að baðherbergið er stærra en íbúðin hvar Ungverjinn býr þessa dagana.
Eftir að hafa kosið, með smá erfiðleikum þó varðandi kjördæmaskipan, fengu ferðalangar grand túr hjá Ferenc, auk þess að vera boðið í partý næsta haust.
Þegar Ferenc hafði verið kvaddur, hentum við Björgvin ofan í gosbrunn og fórum svo út að borða. Fyrir valinu varð Sýrlenskur veitingastaður. Við að sjálfsögðu orðin þyrst í "hitanum", og báðum um bjór. Það var staðnum til mikillar upphýfingar í hugum ferðalanga, að áfengi væri ekki selt, enda er neysla þess bönnuð í Sýrlandi. Maturinn var fyrirtak, og ekki var félagsskapurinn síðri. Ungverjinn fékk falaffel, kjúkling og franskar. Mjög gott brauð fylgdi einnig með.
Ekki laust við að það hefðu verið keyptir nýir skór, í annað skiptið á þremru vikum í WestEnd. Ungverjinn er farinn að kunna á mallinn, svo það gekk reglulega vel fyrir sig. Einnig voru fest kaup á myndinni "nevem Sam" eða "I am Sam". Verður glápt á hana í kveld, yfir páskaeggi og kók. Jafnvel pizzu.
Eftir að skókaup voru frá, var farið í lest. Ekki voru til sæti nema í reyk, og að sjálfsögðu látum við ekki bjóða okkur slíkt! Matarvagninn var því hertekinn. Þar byrjuðu drengir ferðarinnar á því að panta annars vegar kók, og hins vegar appelsínu safa, en allir pöntuðu sér Gundel Palacintas, Björgvin pantaði Hosszú Kavé, tejes. [Ef þið viljið vita hvað það er, þá verðiði vinsamlegast að koma í heimsókn!!!] Það vakti athygli karlbarnanna að þjónustustúlkan var allt annað en ófríð [sumir sögðu drulsa, aðrir mótmæltu!!! (lesist Ungverjinn) ]. Upphófst nú mikill leikur mananna, hvurra takmark var að fá drengina til að bjóða saklausu lambinu í partí. Ungverja þótti menn vera ansi frakkir er þeir báðu um að fá að myndast með stúlkunni. Það var svo bara meira en sjálfsagt. Ekki virtist hún þó vera nógu ánægð með eigin klæðaburð á myndinni, svo hún fór í pyngju sína, gróf þar upp myndabunka með myndum af sjálfri sér, mismunandi lítið klæddri, við mikla hrifningu áhorfenda. Eitthvað virtist kærastinn ekki sáttur við þær myndir sem stúlkan sýndi ferðalöngunum, og tók úr bunkanum nokkrar myndir, hvar snótin virtist vera allt nema klædd!!! FRÁBÆRT!!! Þessi lestarferð er ein sú skemmtilegasta sem Ungverjinn hefur upplifað. Nú færðust drengbörnin sig upp á kantinn, báðu dömuna um telefonszám, sem hún lét af hendi. Planið er svo að halda partí næstu helgi, og bjóða þá Yvette, og jafnvel e-m vinkvennum. Skildu þær vera úr sama bransa???

|