4.4.03

Blzr!

Gaman að þessu!!!

Foreldrarnir gerðu innlit, með Harald í eftirdragi. Leist ferðalöngum vel á. Þó leyfir Ungverji sér að álykta að Ungverjaföður hafi ekki litist á blikuna, er hann sá allalgengan atburð, hér í Debrecen. Þannig var mál með vexti að sjúklingur einn, köllum hann István [það er mjög góð nálgun (heiti hann ekki István, heitir hann vafalítið Lazló, eða György)], var nýkominn úr minniháttaraðgerð, ennþá með intúberínguna á sínum stað. Ástæðan fyrir útiveru mannsins, var einfaldlega sú að verið var að flytja hann milli deilda. Það sem föðurnum þótti hins vegar verst, var að báðir flutningamennirnir voru reykjandi. Gaman að þessu!!!

Nú, Ungverjinn hafði vonað að ferðalagaálögum sínum væri aflétt. RANGT

Ungverjinn ákvað nefnilega að ferðast til stórborgarinnar og skoða í fylgd familíunnar. Það er skemmst frá því að segja að samtals greiddi fjölskyldan sem nemur 12000 Ft í sektir í neðanjarðarlestarkerfinu. Hversu óþolandi eru þessir djöfulsins kontrólkallar, og tsjellingar.

En það var mjög gaman í Budapest, og var óumdeilanlega hápunktur ferðarinnar, þegar við fórum á Gúndel. Þvílíkur snilldar staður...

það verður ekki sagt nánar frá matnum, lesendum til hlífðar...

SS-pylsur og læti. Það er ekki laust við að það sé hér kona, með annað eyrað fullt af hvítu kremi, sem hún heldur fram að sé til læknina (það var einmitt læknir sem boraði þessu þarna inn) og setti bómull til að koma í veg fyrir útlek, að draga mig út í búð til að kaupa pylsubrauð og grill.

góð saga

Til hamingju með ammalið!!!

|