6.3.03

I Can See Dead People, part IV

Jæja, þá er komið aððí. Ungverjinn fer í munnlegt próf í anatómíunni á morgun. Bjartsýnin er hófleg, þrátt fyrir að innra með Ungverja bærist eftirfarandi hugsun: "ég sætti mig ekki við neitt annað en tíu". Það er því nokkuð ljóst, að Ungverjinn verður að taka á honum stóra sínum til að standast innri kröfur, en eins og allir vita, þá er það útlitið sem skiptir máli, ekki það sem bærist innan með manni. Eða hvað?

En allavega, lesendum verður hlíft við ógeðissögum af krufningum. Þess í stað verður sögð saga af ÓgeðisDaða.

Ungverjinn hefur ákveðið að segja ekki sögur af ÓgeðisDaða, því eins og nafnið ber með sér, þá geta þær ekki verið neitt nema ógeðslegar, og lesendur fyrir margt löngu búnir að fá nóg af svoleiðis.

En allir góðir straumar eru vel þegnir fyrir prófin á morgun. Já, Ungverjinn sagði prófin. Vefjafræði er einnig á matseðli morgundagsins. Epithelium og vefjalitanir eru þar aðalréttur. Gaman að því.

Vert er að vekja athygli á nýju vefriti, Glasnost. Þetta er vefrit um pólitík, og eru lesendur hvattir til að tjekka á skítnum. Hann lofar góðu.

góðar stundir

|