26.2.03

I Can See Dead People, part III

Já, í dag var anatómíuverklegt. Tekinn var í sundur höndin og hún krufin til mergjar, í fyllstu merkingu orðsins. Eftir um það bil hálftíma krufningu uppgötvaði Ungverjinn að ekk var allt með felldu. E-ð var hann farinn að blotna...við olnbogann. Eftir skjóta notkun útilokunaraðferðarinnar, þá komst Ungverjinn að því að hann væri ekki í formalíni upp að olnboga, ekki í baði, sturtu eða í sundlaug. Því var ekki um annað að ræða en að líta niður að olnboganum og komast að orsök vætunnar. Ungverjinn hafði stutt sig við skurðborðið, hvar í milli steins og olnboga hafið orðið skinn. Já, skinn. með tilheyrandi fitu og fasciu og skemmtilegheitum. Þetta skinn var að sjálfsögðu líka blautt. Formalínsútþynnturvatnssuddinn hafði fengið að leika um labbkótinn (e. labcoat) í hartnær hálftíma og ber olnboginn þess merki.
En, þetta var nú ekki ástæðan fyrir bloggun dagsins, heldur eftirfarandi. Amihai (ég vona að þetta sé rétt skrifað) sagði sögu. Kærastan greip frammí og sagði aðra sögu (hún heitir Jafit). Hún var svo hljóðandi: Móðir Amihai er læknir. Hún lærði í Rússlandi, hvaðan hún kemur, en býr í Ísrael. Amihai er semsagt made in Russia, but born in Israel. Skiptir ekki máli. Mamman var að segja kærustu drengsins að anatómían væri ekki svo erfið. Þetta væri allt tiltölulega lógískt og kæmi að sjálfu sér. Jafit þessi á mjög bágt með að snerta líkin, og vill helst ekki um þau hugsa. En allavega, mamman sagði að hún hefði yfirleitt orðið svöng í anatómíutímum. Þetta getur ungverjinn staðfest; formalínið fer þannig með fólk. En hún sagði að það hefði aðallega verið vegna þess að líkinn, þá kjötið, líktist svo mikið kjúkling (hversu sick getur fólk orðið?), ungverjinn vill leggja áherslu á að það er ekkert skilt með lyktinni af kjúkling og formalínílögðu líki. Sem Jafit lét þetta frá sér, hnerrar og hóstar og engist Amihai um eins og hann eigi lífið að leysa. Við spurðum hann hvað væri að, og var svarið eftirfarandi: "I thought I´d try to smell this piece of fat, but it went into my mouth". HVAÐ ER AÐ!!!???!!! Þetta er eitt það viðbjóðslegasta sem Ungverjinn getur ímyndað sér.
En þetta sannar að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Svona eru þessir gyðingar; mega ekki borða samloku með skinku og osti, en leggja sér mannaFITU til munns. Skrítið fólk, með meiru.

|