20.2.03

I can see dead people, part II

Já, Ungverjinn fór í krufningu í gær. Líkin voru mætt, og í stinnarikantinum, að vanda. Nú var hins vegar búið að fletta brjóstunum af konunni og undirliggjandi vöðvar sáust ágætlega. Notuð er mjög lógísk aðferð við að halda líkunum djúsí. Vatnsbleyttur pappír, ekki ólíkur þeim sem fólk notar til að henda í vini og kunningja í skólanum, er settur milli húðar og vöðva, og öllu pakkað snyrtilega í plastpoka (glæran, eins og stór laxaslanga). Konan sem Ungverjinn fæst við, var með rautt hár. Eins og svo margar aðrar ungverskar konur. Hún var á að giska 75-85 ára þegar hún lést fyrir á að giska 2 árum. Síðan þá, hefur hún legið í formalíni. Ísraelarnir sem vinna með Ungverjanum, nefndu konuna typpi (sem er e-ð orð á hebresku, sem bloggari þekkir ekki).
Ungverjarnir, aðrir en undirritaður, sem höfðu skorið líkið, höfðu ekki staðið sig vel. Hins vegar, bleyttu þeir pappírinn allrækilega, svo að er Ungverjinn hugðist taka líkið úr pokanum var það allt rakt, og hárið blautt. Frekar ógeðslegt. Líkið tók svo til við að lemja hausnum í borðið, hvar fingur Ungverjans varð á milli. Sársaukinn var mikill. Ungverjinn hefndi sín með því að flá handlegginn af konunni.

Það eina sem Ungverjanum fannst virkilega óhuggulegt, var þegar hamflettingin var nánast búin, þá tók Lev (gyðingur) við. Ungverjinn greip um skinnið, og rann svo í fitu. Það var frekar mikill viðbjóður.

þetta var góð saga.

ps.

svo lyktar maður af dauða, eða formalíni, svo dögum skiptir á eftir. Því má hins vegar bjarga með því að fara í bað. Var það og gert.

|