16.2.03

Enginn titill...

E-ð rekur ungverjann minni til þess að í bréfaskriptum við Margréti Helgu, hafi umræðan oftar en ekki snúist upp í sameiginlegt vandamál: Titil á rafskeytum. Það er einfaldlega ekki hægt að semja endalausa titla á svona mismunandi tilgangsmikil bréf og skeyti hverskonar. En að umræðuefni dagsins.
Stríðið í Írak. [nú hættir helmingur lesenda að lesa. það er ekki gott]

Þeir sem þekkja ungverjann vel, vita að bandaríkjamenn (BNAmenn) eru ekki hátt skrifaðir í hans bók. Nú hefur allt gengið um þverbak, hnífurinn svo djúpt í kúnni, potturinn svo illa brotinn, að ekki einusinni kínverskt barn sem vinnur við að líma saman brotna potta getur gert neitt í því.
BNAmenn eru fyrir lifandislöngu búnir að ákveða að bomba Írak. Það í sjálfu sér yrði ekki mikil breyting á núverandi aðstæðum, því nánast daglega eru sprengd upp hús og "bráðnauðsynlegir hlutar loftvarnakerfis" íraka, inn á svokölluðum flugbannssvæðum. Þessi flugbannsvæði eru mjög dúbíus, og standast vart lög. En það er önnur saga. Hegðun bandaríkjamanna er, um þessar mundir eins og svo margmargmargoft áður alveg fáránleg. BNAmenn ákváðu, með Gorg Busk í fararbroddi að bomba Írak á mjög vafasömum forsendum. Þær forsendur eru að BNAmenn eiga sprengjur, og þá má enginn annar eiga svoleiðis sprengjur, nema hann hafi til þess sérstakt leyfi BNAmanna.
Og í dag, á forsíðu mbl.is kemur fram, að BNAmenn eru að hugsa um að hætta allri hernaðarsamvinnu við þýskaland, vegna þess eins að Þjóðverjar eru ekki sammála BNAmönnum í þessu írak máli. Semsagt, BNAmenn standa við þá fullyrðingu sína: "You´re either with us, or against us". Þessar aðgerðir BNAmanna eiga að vera öðrum þjóðum víti til varnaðar, enda koma þjóðverjar til með að tapa mörgum milljörðum evra í tekjum, fari her BNAmanna burt frá þýskalandi.
Ungverjinn telur, að Gorg Busk sé endanlega búinn að tapa glórunni, og eini maðurinn sem virtist með einhverju viti þarna í ðe bendaríks, Colin Powell sé búinn að tapa glórunni líka. Það eina sem kemst að hjá þessum gaurum, er að sprengja allt, sundur og saman. BNAmenn eiga óhjákvæmilega eftir að eignast fleiri óvini með þessum djöfulgangi. Svarnir óvinir BNAmanna eflast, hlutlaus ríki verða ei hlutlaus meir, og rótgrónir vinir BNAmanna (Frakkar, Þjóðverjar o.s.frv.) verða þeim óhliðhollir. Heimsvaldastefna BNAmanna á eftir að koma þeim um koll, og ungverjinn segir: Því fyrr, því betra. Svona lagað náttúrulega gengur ekki! BNAmenn hafa um langa tíð reynt að tyggja það ofan í heimsbyggðina að BNA sé allt best. Um lengri tíð, hefur verið augljóst að svo er ekki. Alræðisstefna BNAmanna á eftir að koma þeim um koll, og á endanum munu þeir, óttast ungverjinn, koma heiminum ofan í svo djúpan gíg deilna og illinda að kaldastríðið verður kidstuff í samanburði. Ósætti, stríð og eymd eiga eftir að hrjá mannkynið næstu árin, nema hægt verði að koma sönsum fyrir Busk og hans menn. Eins og staðan er í dag, er útlitið ekki gott.
Við skulum bara vona að Saddam sjái að sér, flýji land og bjargi þar með heiminum frá 3. heimsstyrjöldinni. Hún er yfirvofandi.

góðar stundir.

|