Skólinn byrjaður
Já Ungverjinn byrjaði í skólanum í dag. Seint kunna sumir að segja. En það er þó svo, að fólk er enn í prófum sumt hvert. Anatómían er að fara illa með 2. árs nemana í Debrecen og eru margir fallnir og þónokkrir sem á síðasta snúningi.
Talandi um Anatómíu, þá er fyrsti fyrirlesturinn á morgun, og svo verður byrjað að krukka í líkum á miðvikudaginn. Krufing tvisvar í viku, stundvíslega klukkan 8. Prof. Antal Miklós verður með kynningu á náminu og deildinni á morgun og svo er ekki eftir neinu að bíða.
Frumulíffræðin verður spennandi, og skráði Ungverjinn sig í valkúrs í faginu, sem ber nafnið Advanced Cell Biology. Gaman að því. Svo má til gamans geta að hin fögin sem Ungverjinn mun sitja sveittur yfir þessa önnina eru Sameindalíffræði, erfðafræði, e-ð sem heitir informatics [prump] og first aid and reanimation sem útleggst á ástkæra ylhýra: Fyrsta hjálp og endurlífgun. Þessi síðustu tvö námskeið koma til með að sitja á hakanum ásamt erfðafræðinni. Óhjákvæmilega, enda óneitanlega aftast í röð mikilvægra greina.
góðar stundir
Vert er að óska Kallinum til hamingju með að vera meira en hálfnaður með námið. Gott mál það.
<< Home