Góð pickuplína
Viltu koma heim með mér, og sjá snákinn minn?
Einhverjir pörupiltar hafa vafalítið notað þessa línu á gellu. Það hlýtur þó að vera tiltölulega sjaldgæft að geta staðið við stóruorðin og sýnt henni alvörusnák. Þannig er mál með vexti að Bjrturinn skellti sér til Búdapest og keypti eitt stykki snák. Hann er um það bil 80 cm á lengd, og er albínói. Já, albínói. Hann er svona bleikur, með rauð augu. Hann er, að sögn, ekki eitraður, en Ungverjinn ætlar að halda sér í hæfilegri fjarlægð við skrímslið, þar til það fæst allt saman staðfest. Dýrið étur einungis lifandi músabörn, og er það vel. Hann nærist hvorki meira né minna, en einu sinni í viku, og þykir víst mikið.
<< Home