15.1.03

Kynlíf, eiturlyf og Anna Kournikova á rassgatinu

Svona líka asskoti góður titill á bloggfærslu. Finnst ykkur það ekki? Annars er Ungverjinn búinn í prófum. Biophys var "rúllað upp" nokkurn veginn allavega. Ungverjinn sótti þrjú rör af fimm mögulegum. Ef ekki hefði verið ánægju Ungverja fyrir að fara, og hann gefið sér tíma í að líta yfir prófið, og kroppa e-r stig, þá er aldrei að vita að 4 rör hefðu verið uppskeran. Aldrei að vita.

Þó hefur ákvörðun um improvement próf í efnafræði verið tekin, og skal prófað 23. jan, næstkomandi. Því prófinu var heldur betur rúllað, en þar lágu 49 stig, og voru það bónuspunktar sem Ungverjinn vann sér inn, sem redduðu málinu. Þess skal þó getið, Ungverja til málsbóta, að prófið var tekið að morgni 9. jan, eða sem samsvarar 33 klukkutímum eftir að Ungverjinn kom til Debrecen. Þar af var helmingi tímans eytt í svefn, skiljanlega.

Nafn þokkagyðjunnar Önnu Kournikovu kemur fyrir hér í titli færslunnar. Það er ekki laust við að það hafi hlakkað í Ungverjanum, að fá að sjá sína keppa á Australian Open í nótt sem leið. Gaman var að sjá highlights úr leiknum úr fyrstu umferðinni, sem Kournikova rústaði 6-2 og 6-1. Hún var hins vegar grilluð af hinni nýgiftu Justin Henin, sem heitir nú nafninu Justin Henin-Hardenne. quite a mouthfull, wouldn´t you say.... hmm....

Svo var lagt af stað í bíóferð. Plaza varð fyrir valinu, og átti að sjá James Bond: Die Another Day. Hún var semsagt ekki sýnd með ensku tali. Tekinn var sá póll í hæðina að sjá þá myndina The Transporter. Fín mynd, byrjar vel, en endar í ruglinu. Það er bara of væmið þegar hardcore breski x-sérsveitarmaðurinn, sem keyrir um á brjáluðum bimma með töskur, og annan varning sem þarf að "transporta", verður ástfanginn af "the package" sem var kínversk stelpa. Svo bjargar hann gámi sem í eru 400 kínverjar. Hversu mikið rugl getur ein mynd orðið?

lifið heil


Ps.
Ungverjinn er á leið í verslunarleiðangur, sem að öllum líkindum mun þurrka út alla peninga sem ungverjinn á. Áhugasamir eru hvattir til að leggja inn á reikning 60100, kennitalan er 2208815989. Frjáls framlög.

|