Ekki fleiri ferðasögur
en svona til að setja "the icing on the cake", eða setja punktinn yfir i-ið, þá fékk Ungverjinn ekki farangurinn, heldur varð að hýrast í sömu fötum í nákvæmlega 2 daga og 7 tíma.
Ef fólk lítur svo við í gestabókinni, þá má þar sjá að foreldrarnir hafa látið sjá sig, svona rétt til að líta yfir farinn veg afkvæmisins. Pabbi tekur heimspekilega á hlutunum, og lætur sér ekki bregða, á meðan mamma bara hlær yfir öllu saman.
Svo að lokum, þá hlýtur Ungverjinn að spyrja sig: "Hvað gerði ég til að verðskulda allt þetta?"
Ungverjann rekur minni til þess að hafa eitt sinn sparkað fótbolta upp í háaloft, og hann lenti á bílnum hjá ömmu. Spegillinn lá bara á planinu fyrir framan bílskúrinn og Ungverjinn vissi ekki hvort hann átti að hlæja eða gráta. Auðveldasta lausnin var sú, á þeim tíma, að kenna Jóa um allt saman. Jói, ég vona að þú getir fyrirgefið mér.
lifið heil.
<< Home