9.1.03

Ófararsaga

Eins og lesendur Dómussins hafa væntanlega áttað sig á, þá er Ungverjinn á ný staddur í Ungverjalandi. (Ó)förin frá Klakanum á fáa ef einhverja sína líka í heimssögunni. Allavega flugsögu Íslands. Eftirfarandi er ekki fyrir viðkæmar sálir. Sagan er það niðurdrepandi að vissara er að hafa prósakkið við höndina ef illa skyldi fara.

Klukkan um það bil 10 á sunnudeginum 5.janúar vaknar Ungverjinn, ekki sæll og glaður, heldur þreyttur, þunnur og í almennu tjóni. Teitin kvöldið áður var vel heppnuð þrátt fyrir að vera endasleppt sökum bruna. Eftir að klárað hafði verið að pakka, vekja bróður Ungverja og foreldrarnir komnir framúr, allavega líkamlega, þá var lagt af stað (athuga skal hér að engin morgunmatur var snæddur). Sest var upp í Audibifreið Pharmaco hf. og lagt af stað til Keflavíkur. Þessi hluti ferðarinnar var án efa sá besti. Góður bíll, engar tafir og Ungverjinn mætti sem skyldi að Leifsstöð rétt fyrir klukkan eitt. Áætlun Icelandair gerði ráð fyrir brottför klukkan 14:15. Við komuna í Leifsstöð varð ljóst að ekki var allt með felldu. 45 mínútna seinkun var á brottför vélarinnar frá Keflavík, en það orsakaðist af seinkun í Glasgow. Eftir innritun var komið að kveðjustund og allir faðmaðir og kysstir í bak og fyrir. Nú dundu hremmingarnar yfir. Þegar að öryggishliðinu var komið stóð þar fyrir maður með perralegt andlit. Hann sagði einfaldlega ertu með e-ð á þér? Ég lét hann hafa allt mitt; Bakpoka, veski, fartölvu, klink, leðujakka, farseðil. Þegar Ungverjinn gerði sig svo líklegan til að ganga í gegnum hliðið, sagði gaurinn:
"Abababb!!! Ertu með belti?"
Ungverjinn: "Belti???"
G: "Já, belti?
Ungverjinn: "Já, afhverju?"
G: "Er það með stórt?"
Ungverjinn: "Það er nú frekar langt í því, en sylgjan er bara venjuleg... hvert er málið?"
G: "Úr beltinu!"
Ungverjinn: [eins og spurningarmerki í framan] "OK"
Það ver engu líkara en hanskinn hefði verið kominn upp á miðjan handlegg á gaurnum og höndin komin hálfaleið ofan í vaselíndolluna! En nei, Ungverjinn slapp í þetta sinn. Eftir að hafa setið í flugstöðinni og maulað kleinur í á annan klukkutíma var komið að því að labba út í hlið. Og auðvitað þurfti endilega að leggja vélinni eins langt frá og mögulegt var. Þegar út í vél var komið, kom í ljós sama rugl og á heimleiðinni. Full vél af nýbökuðum foreldrum með krakkana með sér. Grenjandi eins og smábörn, sem þau náttúrulega voru, og eru vonandi enn. Tíðindalítil var flugferðin fyrstu 3 tímana, en flugtíminn var reiknaður til Köben 3 tímar og 5 mínútur.
Flugstjórinn: "Góðir farþegar, flugstjórinn talar. Það er mikil umferð yfir Kaupmannahöfn, og við þurfum því að bíða í allt að 45 mínútur eftir lendingarplássi. Við vonum að þetta valdi ekki miklum óþægindum. Takk fyrir."
Flugstjórinn: "Ladies and gtlm [hann sagði semsagt ekki gentlemen, heldur gtlm]. We have to emmmmmmmmmmmmmmmm... hold over Copenhagen for emmmmmmmmmmmmmm about 45 minutes. Emmmmmmmmmm we hope it will be emmmmmm ok. Thank you."
Fyrir utan að vera vart mælandi á enskri tungu, þá var þetta bara allt í lagi hjá greyið kallinum. Nú var hins vegar farið að fara um Ungverjann, enda hafði hann einungis 2 tíma upphaflega til þess að ná flugvélinni til Budapest. En ok, hálftími... þetta reddast bara hugsaði hann. Barnalegt.
Eftir að hafa sirkúlerað yfir Stórabelti í hartnær klukkutíma heyrist eftirfarandi í kerfinu:
"Góðir farþegar, flugstjórinn aftur. Það er farið að snjóa á Kastrup. Þeir þurfa að þrífa brautina [er bara ein braut til að lenda á á Kastrup?], og við reiknum með að geta verið númer þrjú til lendingar, svo við reiknum með að vera lent eftir um það bil 25-30 mínútur."
[sama runa á ensku, náttúrulega með sömu tilþrifum að sýnd voru í fyrri ræðu kapteins].
Jæja, nú leit allt út fyrir að Ungverjinn væri búinn að missa af fluginu. Það svo sem ekkert slæmt. SAS, sem samstarfsaðila Icelandair, myndi þá bara redda mér hóteli, kvöldmat, bjór og græjum ókeypis, eins og þeim er jú skilt.
Eftir að hafa hringsólað í 45 mínútur kemur eftirfarandi:
"Jæææææja. Góðir farþegar. Það er bara búið að loka Kastrup, og við erum á leiðinni til Billund. Áætluð lending í Billund er eftir um það bil 5 mínútur. Áhöfn gerið farþegarými klárt fyrir lendingu og fáið ykkur sæti."
Semsagt. Eftir að hafa verið á leiðinni til Kaupmannahafnar frá Keflavík í tæpa fimm klukkutíma (sem er btw. sami flugtími og til New York!!!) var kallinn á leið til Billund. Lending var, ótrúlegt en satt fimm mínútum eftir að kapteinninn sagði að það væru fimm mínútur í lendingu.
"Góðir farþegar, velkomnir til...... emmmm Danmerkur [flugfreyjan ekki með hlutina alveg á hreinu]"
Þegar flugvélinni var lagt, slökkt á hreyflunum og ljósin kveikt, byrjaði maður að undirbúa sig fyrir landgöngu. Stiginn kominn og allt virtist reddí fyrir gott tsjill í Billund, jafnvel bara overnatning. En nei.
"Jæja gott fólk. Það vill víst enginn keyra ykkur inn í flugstöð, enginn vill selja ykkur neitt, og það vill enginn fá okkur þarna inn." Þetta voru skilaboðin sem kapteinninn fékk úr flugturninum á Billund Lufthavn. Farþegar urðu því að gera sér það að góðu að gera nákvæmlega ekki neitt. Eftir að þófið hafði staðið í um tvo tíma, þá gat Ungverjinn ekki setið á sér lengur og spurði yfirfreyjuna hvort hún ætti ekki e-a bíómynd. Hún sagðist munu athuga það. Eftir stutta stund komu svo skjáirnir niður og bíómyndin byrjaði. Ungverjinn gerði sér vonum um að Training Day hefði orðið fyrir valinu. NEIBB. Kvikmyndin sem sýnd var heitir Sweet Home Alabama. Þrátt fyrir að Ungverjinn sé tiltölulega ánægður með Reese Witherspoon, þá var þetta of mikið. Væl, grenj, öskur og asnalegheit.
Þegar um það bil korter var eftir af myndinni, sem maður náttúrulega neyddist til að horfa á bara til að gera eitthvað, þá kom tilkynning: "Það er búið að opna Kastrup!!!" "Áhöfn gerið farþegarými klárt fyrir brottför" "Cabin crew arm doors and report". Fagnaðarlætin brutust út meðal farþeganna. Stuttu síðar kom eftirfarandi: "Góðir farþegar. Það er umferðarhnútur yfir Kastrup, og við getum ekki tekið á loft fyrr en eftir hálftíma." þá heyrðist í e-m: "BÚÚÚÚ!!!" Í millitíðinni var boðið upp á kjúklingabringu númer tvö þann daginn. Sú fyrri hafði verið með skrítnu hrísgrjónahrásalati [hrísgrjónin hefðu alveg mátt vera soðin], en sú seinni með kartöflusalati. Ekki gott mál það.
Nú jæja, lent á Kastrup eftir LANGA bið. "Góðir farþegar, velkomin til Kaupmannahafnar" Fagnaðarlætin brutust út. Eftir að hafa taxíað á flugvellinum þónokkrastund stopparflugvélin allsnarlega og gellur við "Jææææja, góðir farþegar... Þetta hafðist. EEENNNNNN nú er ekki til neitt hlið fyrir okkur, en þeir segja að það losni fljótt. Hvað sem það nú þýðir" og eftir svona tíumínútur kom aftur "Ég vildi bara láta vita, að það er ekkert að frétta" Það kom svo í ljós, að það var svo mikil hálka, að bílarnir sem ýta flugvélunum afturábak spóluðu bara, og það þurfti að nota skriðdreka til að bakka draslinu út. En allavega. Kominn til Köben, og klukkan orðin 3, að nóttu til. Ferðalagið til Köben hafði því tekið 11 klukkutíma frá flugtaki til lendingar.
Á Kastrup var allt í steik. 10 tíma biðröð eftir information desk. 15 þúsund manns fastir. Öll hótel yfirfull. Fólk sofandi á miðju gólfinu. Ungverjinn fékk sér bjór og tsjillaði. Klukkan 6 um morguninn var lagt af stað í biðröð. Ungverjinn komst að, með miklu harðfylgi, eftir fjóra klukkutíma, þ.e.a.s. klukkan 10. Þá fékk hann flug til Búdapest sem átti að fara klukkan 14:15, eða sólarhring síðar en flugið átti að fara frá Keflavík daginn áður. Það voru því fjórir klukkutímar í viðbót. Þreytan var vægast sagt farin að síga í. Þegar komið var út í hlið, var tilkynnt um hálftíma seinkun. Gat verið. Nú jæja, hálftími ekki svo mikið. Ungverjinn var farinn að hlakka til að fá að borða, enda orðinn sársvangur. "Ladies and Gentlemen, we have a serious problem!" OHHHHHHHHHH AF HVERJU ÉG!!!!!!!!!!!!!!!! "There is no catering onboard this flight. This is due to the chaos at Kastrup Airport for the last 24 hours" Ok, enginn matur. Bara að komast til Budapest. Eftir allvenjulegt flug, og engan svefn varð ungverjinn var við konu um borð í flugvélinni sem lét all ófriðlega. Hún fékk semsagt taugaáfall. FRÁBÆRT. Öskrandi kelling í móðursýkiskasti yfir e-u rugli. Nú jæja til að gera langa sögu stutta [er það hægt héðan í frá???] þá lenti vélin, óvenjumjúklega, á Ferihegy og allt í gúddí. Enginn farangur. Engar bækur til að læra fyrir prófið eftir tvo daga. Ungverjinn átti eftir að sitja í lest í 3 tíma eða svo á leiðinni til Debrecen. Vegna þess að undirritaður hafði ekki tekið umrædda lest áður, hvað þá séð lestarstöðina í Debrecen, þá varð hann veskú að halda sér vakandi. Upp úr klukkan 22:30 var svo stoppað á stöð sem heitir Debrecen og Ungvejrinn vægast sagt feginn að vera kominn á leiðarenda. Allt á kafi í snjó, og leigarinn sem tekur venjulega svona 10 mínútur fór ekki yfir 40 alla leiðina að Diák Szalló. 25 mínútur þar. Um klukkan 23:00 var gengið inn um dyrnar. Lykillinn fenginn, og farið inn í herbergi. Hringt heim. Farið að sofa um miðnætti.

Til að gera langa sögu stutta:
Ferðalag:
Hefst 5. janúar klukkan 12.
Lýkur 7. janúar klukkan 0.
samtals 35 tímar (vegna tímamismunar).

verði ykkur prósakkið að góðu.

|