3.1.03

2002

Í þessum pistli er ætlunin að stikla á stóru í förum, og misfiörum Ungverjans á liðnu ári. Ástæða seinkunar birtingar pistils þessa, er sú að netsambandið á heimilinu hefur legið niðri frá því á gamlársdag.
Hefst þá pistillinn.

Árið 2002 var stormasamt í lífi Ungverjans. Í janúar, komst Ungverjinn ekki inn í læknadeild HÍ, sem voru mikil vonbrigði enda hafði ómæld vinna verið lögð í þetta átak. Eftir vonbrigði 4.janúar tók við barátt við ofurefli, að flestum þykir. Í samvinnu við margt fólk, þar á meðal Gunna, Davíð, Árdísi, Jóa, Guðrúnu, Siggu og fleiri tókst föruneytinu ætlunarverkið. Ætlunarverkið var að fá læknadeild, og HÍ ofan af þeirri vitleysu að halda inntökupróf í læknadeildina, þá um vorið. Inntökuprófin voru svo illa undirbúin að það var ekki einu sinni fyndið. Meira að segja Reynir Pétur, sem hlær nánast að öllu, hefði að öllum líkindum grátið, hefði orðið af þessum áformum deildarinnar. Með ótrúlegri seiglu, fundarhöldum með toppum menntastofnana í landinu tókst að fá háskólaráð til að samþykkja tillögu stúdentaráðs, og þar með okkar um að fresta inntökuprófunum. Þegar þetta var frá, var komið fram í febrúar. Í febrúar tóku við skriftir á háskólaumsóknum til Danmerkur og Ungverjalands. Febrúar var annars frekar viðburðalítill... Um miðjan mars héldu fagurklædddir sveinar, og meyjar í Súlnasal Eggerts (tm) þar sem dansinn dunaði í tilefni af brottför Ungverja til Danaveldis. Vistin í danaveldi varð styttri en áætlað var, enda var Ungverja synjað um skólavist í því annars ágæta landi. En á þeim fjórum mánuðum sem Ungverjinn dvaldi þar í landi, varð hann margs vísari um heiminn, lífið og tilveruna. Hverfulleika alls og því hve erfitt í raun er að vera að heiman í lengri tíma. Sambandið við vinina verður öðruvísi, minna en á engan hátt verra. Þegar til Danmerkur var komið hitti maður Gullan, sem hafði beilað í janúar. Eftir stutta dvöl í Sönderborg var haldið til Århus. Þar dvaldi Ungverjinn frá miðjum mars fram í júlí. Eftir þriggja vikna dvöl hjá kunningjafólki pabba, þá flutti Ungverjinn í annað húsnæði. Glæpamaðurinn Carsten og vinir hans fluttu, á meðan dvöl Ungverja stóð að minnsta kosti hálft tonn af þýfi inn og útúr íbúðinni. Kókaín, bjór, hass og allt mögulegt var reglulega á ferðinni, og sogið upp af stofuborðinu. Ungverjinn lá ekki í reiðileisi eins og grænlendingur. DEFCO as (hf). Þar var Ungverjinn í vinnu sem skaffer. Líf Ungverjans hefði auðveldlega getað hangið á bláþræði, oftar en einu sinni. Þó munaði mjög mjóu þegar Ungverjinn varð nánast undir tvö þúsund kílóum af hamborgarahrygg. Það kann að hljóma fyndið, en í raun og veru þá skall hurð vægast sagt nærri hælum. Ungverjinn, þótt sterkur sé þá er það honum ofviða að hafa vald á 2ja tonna hlassi, sem þar að auki hallaði töluvert. Hildur Rut var einnig stödd í Århus þá dagana. Vinskapur Hildar og blogganda á sér langa sögu, enda kynnin staðið síðan í 4. bekk barnaskóla. Það var gott að hafa kunnuglegt andlit, og rödd að tala við, og ómældur fjöldi SMS skilaboða flaug á milli, nánast daglega. Eftir Danmerkur dvöl, var förinni haldið til Frakklands til að hitta Gulla, sem enn og aftur hafði beilað, og var nú kominn með hanakamb og bjó á Rivierunni. Gaman var að koma til Cannes, sjá rauðadregilinn, stjörnurnar og handarför þeirra. Gulli hafði búið um nokkurt skeið í Jean Les Pannes, sem er rétt hjá Cap d´Antibes, sem svo er ekki langt frá Cannes. Annars var Ungverjinn varði einnig 2 dögum í París. Ungverjinn mælir ekki með því að vera einn í París. Öruggt er að segja, að þrátt fyrir að Ungverjinn hafi oft verið einmana í Danmörku, þá náði einmanaleikinn hámarki í mannhafi Parísarborgar. [snökt, snökt] Gott var að vera með Gullanum eftir parísardvölina. Þrátt fyrir að eftir að líða tók á daginn tæki skyggni að minnka vegna óskilgreinds reykjarmökks [hmm...]. Veðrið var gott, sólin skein, og það var ógeðslega heitt. Eftir dvöl í Jean Les Pannes í nokkra daga, tók við lestarferð til Feneyja. Feneyjar voru góðar, þó ekki vegna þess að þar væru fögur hús, eða fagrar meyjar eða góðar almenningssamgöngur. Nei, félagarnir hittust aftur. Atlinn, Gullinn, Tuminn, Ingvinn og Ungverjinn. Í Feneyjum var heitt, og einhver fékk risakók dauðans. Bjórinn var góður, en einnig má þess geta að bjórinn hans Tuma vó eilítið minna en hinna. Svolítið fyndið. Að Feneyjum loknum héldu Ungverjinn, Atli og Tumi til Pompey, með viðkomu á hringtorgi í Bologna, þar sem lagst var til lúrs ásamt ógæfumönnum borgarinnar. Eftir hrikalega langa lestarferð, var komið að þætti Giuseppe, sem er eini ítalinn sem talar ensku. Hann benti ferðalöngum á að hostelið sem hafði orðið fyrir valinu, var einungis fyrir kaþólikka, svo við yrðum að vera þægir góðir "alterboys". Bara eins gott að við myndum ekki rekast á e-a dygga fylgismenn kirkjunnar, eins og t.d. erkibiskupa... Pompei: Frábær. Rústirnar mjög tilkomumiklar. Næst var það Róm. Enn og aftur mælir Ungverjinn með því að Róm sé tekin á 2 vikum, ekki 2 dögum, líkt og París. Hlaup um Péturskirkjuna, rölt um Vatikanið og að gægjast á Colosseum er ekki nóg. Eftir Rómardvöl var haldið heim á leið. Eftir um það bil fjórar vikur á Klakanum dunaði dansinn enn á ný í húsakynnum Súlnasalarins , nú að því tilefni að Ungverjinn var að láta upp í för til Ungverjalands. Þann þriðja september var svo haldið út. And the rest is history.

Í stuttu máli sagt: Ungverjinn fæddist hinn 31. ágúst 2002. Á hinum annars stutta líftíma hefur Ungverjinn gengið í gegnum margt; þykkt, þunnt, seigt og meirt. Í heildina gott ár, en þó of mikið af sálarflækjum og vitleysu. 2003 einkennist vonandi af meiri stöðugleika og almennri ánægju en það sem er að líða.

Gleðilegt ár, og takk fyrir allt gamalt, gott og slæmt. Því allt verður þetta nú til þess að þroska mann, hmm...

|