22.12.02

Djamm

Fyrsta djamm Ungverjans á heimaslóð tókst með miklum ágætum. Hófst kvöldið með kvöldverði á þeim ágæta stað Amigos. Mættir voru Ungverjinn, Sænska kjötið, Mattinn, Davíð og Gullinn. Þetta var hið ágætasta kvöld. Sötraður var bjór, rauðvín snæddur góður matur, sem kostaði of mikið. Að mat loknum, héldu Gullinn, Kjötið, og Ungverjinn í teiti ágætt að Kárastíg hjá Ágústu og Þórhildi. Var teitin hin ágætasta. Að henni lokinni héldu Karen, Kristín, Gulli, Kjötið og Ungverjinn niður á Laugaveg. Hittu ferðalangar fyrir Árna Helgason, ásamt Bjarka róna. Ekki var farið inn á svo mikið sem einn stað við Laugaveg. Vídalín varð fyrir valinu. Þar var fjöldi manns. Sverrir Teits, Svanur Péturs, Guja beib og pottþétt e-r sem Ungverjinn gleymir í þessari upptalningu. Af Vídalín var haldið á Nonna. Nonni stóð að sjálfsögðu fyrir sínu, sem skaffari matar, og húsaskjóls fyrir mannamót. Hittu förunautar þar eftirfarandi: Gásu, Togga, Daða, Brynjar, Gústa, Arnþór. Þetta var náttúrulega helber snilld. Kemst tvímælalaust inn á topp fimm djömm ársins.

|