Tár, bros...
... en engir takkaskór. Já, Ungverjanum var mætt með hlátri og grátri heima hjá Atlanum í gær. Kallinn bauð upp á pizzu, og var part af hópnum stefnt þangað fyrir tónleikana seinna um kvöldið. Atlinn hló, Stebbi líka, en Karen grét hástöfum, um leið og hún hló. Hún var reyndar búin að lesa yfir sig af líffræði, nánar tiltekið grasafræði. En við áttum góða stund hjá Atlanum, og lögðum svo leið okkar yfir til Karenar. Þar var glatt á hjalla, enda samankominn stór hópur úr 3.F úr MR 1997. Mætt voru auk Ungverjans, Karen, Atli, Guja, Vala og Guðrún Meyvants(ekki 3.F), Harpa Kolbeins, Helga, Kristín, Tumi, Ragnar, Solla og Gulli, en Gulli var í 3.F. Nú jæja, þetta var allt ógurlega gaman. En jafnaðist vart á við það sem á eftir kom. Tónleikar með Coldplay í troðfullri Höll.
<< Home