16.12.02

Af skúringakeddlingum og öðrum snillingum...

Já, Ungverjinn var rekinn út úr herbergi sínu, rétt eftir að hann var byrjaður að láta renna í bað. Þar voru að verki brjáluðu skúringakellingarnar sem tóku helvítisgardínurnar í morgun. Núna, klukkustund síðar, er ekki enn búið að þrífa. Ungverjinn á að mæta í tíma eftir 17 mínútur, og hefur ekki ráðrúm til að fara í herbergi sitt, í sturtu og skipta um föt á þeim tíma. Því lítur út fyrir að síðasti tími Ungverja á ungverskri grundu, verði prófið í lífrænni efnafræði á morgun frá kl. 11-12:40. Gott það.

Vitleysingur dagsins er löggan á Akureyri. Löggan fann plastflösku sem notuð hafði verið til hassreykinga, við leikskólann þarna á Akureyri. Hvar flaskan fannst var einnig mikið af sígarettustubbum og öðru rusli. Ungmenni Akureyrarbæjar eru liggja sterklega undir grun. Löggan ætlar að hafa sérstakt eftirlit með staðnum næstu daga og vikur.

Svo er það "the $64000 dollar question". Hvernig veit Ungverjinn allt þetta? Jú, þetta kemur allt fram, skýrt og skilmerkilega á mbl.is. Ætli löggan nái vondu köllunum???

|