16.12.02

Aftur...

Fyrir nokkrum árum var Ungverjinn fastagestur á umræðuvef framtíðarinnar. Þar lét Ungverjinn gamminn geisa um málefni sem voru honum viðkomandi, og að sjálfsögðu óviðkomandi líka. Það gerðist þá, það sem er að gerast núna. Menn hófu skriftir undir nafni Ungverjans, Ungverjanum til mikillar gremju. Nú er það svo, að á allavega einni bloggsíðu vinkvenna Ungverjans eru rituð ekki færri en 3 komment undir gælunafni Ungverjans. Undirritaður vill lýsa yfir vonbrigðum, og eindreginni andstyggð á hverjum þeim er ritar þessi komment.

|