14.12.02

Klásus búinn


Hér með er gefin út formleg afsökunarbeiðni til allra þeirra er voru að ljúka prófatörn í Klásus. Undirritaður tekur á sig hluta þeirrar ábyrgðar að klásus var haldinn aftur, í síðasta sinn. Ég vona að öllum þeim sem ég þekki sem þreyttu klásus síðasta sinni verði kápan úr klæðinu, því þetta er djöfull í mannsmynd þetta helvítis rugl þarna í HÍ. En innilega til hamingju, allir með að vera búin með þennan áfanga. Svo er bara að bíða spennt eftir úrslitunum...

Góðar stundir

|