Kona með spýtu!
Já, í dag varð Ungverjinn vitni að ótrúlegum atburði. Sem Ungverjinn beið eftir tramminum (eða Villamos eins og innfæddir segja) sem er nokkurs konar sporvagn, þá kom honum fyrir sjónir merkileg, og sannarlega mögnuð sýn. Gömul kona með spýtu. SPÝTU!!! Ekki með tösku, bakpoka, barnabarn í eftirdragi eða trabant. Spýtu. Þetta var svona klassísk 2,5 x 15 cm planki, óhefluð og með kvisti. Ungverjanum varð svo hvelft við [er hægt að skrifa þetta svona?] að hann varð nánast fyrir trammanum. En konan, venjuleg ungversk gömul kona á gangi, á einni aðalgötunni í Debrecen, með spýtu í höndinni, var athygliverð.
já, og svona til áréttingar hefur spýtan ekki verið minna 6 metrar á lengd!!!
<< Home