Já... jólin nálgast
það er ekkert öðruvísi, en jólin eru um það bil að renna í hlaðið. Ungverjinn fór í dag og verslaði nokkrar jólagjafir, og hafði gaman að, enda er þetta hræódýrt hérna megin Ála Atlants. Annars, talandi um ála, þá var Stína frænka að biðja mig um að kaupa fyrir sig hálfan ál á Kastrup á heimleið. Það tilkynnist hér með, að fólk getur pantað smáræði með Ungverjanum svona fyrir jólin. Reynt verður að uppfylla allar óskir. Senda má beiðnir í gegnum kommenta kerfið, nú eða á ímeil: eggerterlendis@hotmail.com
lifið heil
<< Home