KAREN PÁLSDÓTTIR
...ef Karen er að lesa þetta, þá er nokkuð ljóst að stúlkan ofandar, og er um það bil að fá krampakast úr stressi, því hún veit ekkert hvað Ungverjinn gæti mögulega haft um hana að segja...
En þannig er mál með vexti, að Karen, einnig þekkt sem KP, spurði Ungverjann, rétt áður en hann gerðist Dani, um stundar sakir, hvort Ungverjinn yrði einhvern tíma aftur Íslendingur. Satt best að segja, lítur ekki vel út með það... Gangandi um öldur alnetsins, kallandi sig Ungverja.
En hvað sem því líður, þá staðfestir Ungverjinn hér með, að hann verður alltaf Íslendingur, sama hvað gengur á.
Íslenskt já takk!!!
mér finnst eins og það hafi verið í gær, að það var feitt partý í Súlnasalnum, allir skemmtu sér vel, að vanda, og allt í lukkunnar velstandi. Ungverjanum finnst álíka stutt síðan að hann kvaddi alla vini og kunningja, og enn styttra síðan að hann kom fyrst inn í herbergið/íbúðina. Og núna, er alveg ótrúlega langt í að hann fer heim.
en samt ekki svo langt...
<< Home