27.11.02

Heilt veri fólkið...

... og sælt.

nú áðan lenti Birta (heitir Bjartur) í þeirri skemmtilegu aðstöðu, að ráðist var á hann. Þetta ber ekki að skilja sem svo að stráksi hafi verið laminn í drasl. Nei. Hann, af einskærri hjálpsemi, aðstoðaði fótalausan mann og vin hans við að koma hjólastól þess fyrrnefnda upp í sporvagninn. Það gekk snurðulaust fyrir sig (þrátt fyrir að Birtu hafi tekist að rífa bæði haldföng stólsins af). Það skipti náttúrulega engum sköpum, að mennirnir vildu þakka fyrir sig. Birta segir "igen" sem er já á ungv. Svo halda þeir áfram að tala [þess ber að geta að nú er farið að svífa á nærstadda sökum megnrar áfengislyktar og e-s annars í fari þessarra manna]. Ungverjinn ákveður að skerast í leikinn og segja hina fleygu setningu "Kúlföldi vagiyok" sem útleggst "við erum útlendingar". Þá létu rónarnir í ljós vanþóknun sína og sögðu "sir please" og "car or tale". Við þetta tækifæri hljómaði í hátalarakerfinu: "A Klinikak sarútok" [nú eða e-ð því um líkt] en það er einmitt stoppustöðin okkar, og rónanna. Það þarf vart að greina frá því að Birtan ákvað að hjálpa rónunum ekki aftur, en Klinikak var einmitt endastöð fyrir þá líka. Gaman að því.

Annars er það í fréttum að ungverjinn hefur lokið við verklegahluta eðlisfræðinnar hér í DOTE (Debreceni Orvostudományi Egyetem). Er það vel, og bíður nú aðeins próf.

Ammali á morgun. Fimmtudag. Skrítin kona á þá ammali. Anna Sigríður er hennar nafn. Ungverjinn mun mæta á skinnhed pöbbinn. Það verður kaka í boði. [Gulli: spurning hvernig kaka...hmmm ;)]

heil og sæl

veriði sæl

Amen að óvenju

|