24.11.02

Heimdraginn...

Ungverjinn minntist á það við föður sinn, rétt áður en lagst var í ferðalag, að nú væri Ungverjinn að hleypa heimdraganum. Fussaði karl faðir við því, og sagði að Ungverjinn hefði fyrir löngu hleypt honum, enda búsettur í Danaveldi svo mánuðum skipti áður en flúið var til Ungverjalands. Nú nóg af því...

Helga beib, en hana mátti eitt sinn sjá á mynd hér neðar... er að fara að þessum draga [spurning hvort Ormurinn getur frætt lesendur um hvaðan þetta er eiginlega komið, að hleypa heimdraganum. innsk. Ungverjinn]. Já, Helgan ætlar að fara að leigja ásamt Þóru Lilju, æskuvinkonu og bekkjarfélaga upp öll neðri stig skólakerfisins, ásamt hápunkti þess Menntaskólanum. Hugmyndin er að færa búsetu í Álftamýrina, og sækir Ungverjinn hér með um stöðu hjálparhellu við flutningana. Það væri Ungverjanum mikils virði að fá að halda á eins og einum kassa, og jafnvel málningarpensli, ef því er að skipta.

|