24.11.02

Prófkjör og gæsluvarðhald

Prófkjör sjálfstæðisflokksins fór fram í gær. Hálfbróðir Bjargar, Birgir Ármannsson, er nánast öruggur á þing, eftir því sem móðir ungverjans tjáir honum. En eins og alþjóð veit, þá er best að treysta því sem mamma segir, enda hefur hún oftast rétt fyrir sér. Öfugt við Ungverjann, sem þó er alltaf viss, þó það sem Ungverjinn er viss um, eigi sér ekki alltaf stoð í raunveruleikanum...

Eitt sem Ungverjinn verður seint hissa á eru uppátæki geðsjúklingsins Ástþórs Magnússonar. Hann sendi víst bréf til Davíðs og tilkynnti honum um yfirvofandi hryðjuverk, sem myndu fela í sér íslenska flugvél. Ástæðan var þátttaka íslendinga í yfirvofandi hernaði í Írak. Mamma sagði að íslendingar hefðu fallist á að greiða 300 milljónir króna í "flutningskostnað", en þessar milljónir samsvara um það bil einum þúsundasta úr prósenti af heildarkostnaði stríðsins, eins og áætlanir líta út í dag. 200 milljarðar bandaríkjadala, sem samsvara 200000000000 milljónum bandaríkjadala, sem samsvara um það bil 18000000000000000 milljónum íslenskra króna...

Ástþór má dúsa í gæsluvarðhaldi, hlustandi á tannlæknabor í fimm daga fyrir mér. Vonandi verður honum bara vísað úr landi. Kannski hann setjist að í landi Ungverjans...

|