Draumfarir Ungverjans
Já. Sjaldan hefur talið borist að draumförum Ungverjans, en eitt sinn verður allt fyrst. Ungverjinn fór að sofa um daginn, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það, að hann dreymdi skrítinn draum. Meðlimir 6.S voru samankomnir í E-stofu til að kveðja skólann. Tilheyrandi þynnka og annað var til staðar, auk fyllerís. Eins og limir muna eftir, var Sigríður Hlíðar með okkur þessa síðustu "kennslustund" í Menntaskólanum. Eins og minni margra rekur til, felldi Sigríður nokkur tár... Þá kemur að draumi Ungverjans...
...Draumurinn hefst á því að Sigríður er að lesa sögu fyrir bekkinn. Limir flestir sitja á gólfinu fyrir framan þar sem Stebbi sat og Sigríður í stól þar. Við hlið hennar sitja Atlinn og Ungverjinn, ath. á stól (kemur kannski ekki heim og saman við árangur í stærðfræðinni, en það er allt önnur saga). Svo glymur í bjöllunni. Gunnar stendur upp og smellir kossi á Sigríði sem og nokkrir aðrir, án mótmæla Sigríðar. Hins vegar þegar Ungverjinn kyssir kennarann, stynur hún upp "hvað ertu að gera, rassgatið þitt!" og hágrætur svo...
Þar með lauk draumnum, og ráði nú þeir sem vilja.
<< Home