Brjálaðar mannætuleðurblökur!!!
Hér í Debrecen er einkennilegur flokkur leðurblaka, sem stunda það að storma að saklausum vegfarendum, og éta þá. Gersamlega upp til agna! Þetta eru nú kannski smá ýkjur, en svona er þetta nú samt, þ.e. ef menn væru flugur á vegg. Leðurblökurnar fljúga á eftir flugum og fiðrildum og éta upp til agna. Það er alveg magnað að horfa á þetta!
Þó ekki eins magnað og að sjá 100000000 (hundraðmilljón) krákur fljúga í hring, að því er maður heldur yfir öllu ungverjalandi. Hringurinn virðist vera stærri en Vestmannaeyjar, en það er víst bara ekkert svo stórt...
<< Home