8.11.02

Kjötið

Já, Kjötið, öðru nafni sænskihrútur, öðru nafni baðkarshákarlinn, segir á vef sínum fylleríssögur af Ungverjanum. Rétt skal vera rétt. Ungverjinn hefur ekki snert áfengi í því magni að geti talist fyllerí í á annan mánuð. Rétt var hins vegar farið með að Ungverjinn var í prófi í gær, og í stað þess að læra fékk Ungverjinn sér TVÆR Stellur (Stella Artois) sem verður seint talið fyllerí, og horfði á tennis. Meira var það nú ekki.

Þess má hins vegar til gamans geta, að Ungverjanum farnaðist ágætlega í prófinu, en úrslit verða birt á mánudag, eða þriðjudag.

Svo hangir yfir manni próf í efnafræði. Það verður stórkostlegt!

|