4.11.02

Af orðabók nýútkominni

Skiptar skoðanir eru manna á milli um notkun og prentun slanguryrða í nýútkominni Íslenskri Orðabók. Mannvitsbrekkur er sagt hafa stöðum sínum lausum hjá Íslenskri Málstofu, eða e-i þarumlíkri stofnun, kvarta sárann yfir því að orð á borð við bögg, sjitt??* og samansúrraður. Mannvitsbáknin létu hafa eftirfarandi eftir sér á mbl.is„Ef orðabók á að vera til leiðbeiningar um það sem gæti verið til fyrirmyndar verður að fara ákaflega gætilega í það að taka upp slanguryrði sem nánast er vitað að flestir kæra sig ekki um eða jafnvel hneykslast á“. Ef báknin halda að þorri þjóðarinnar noti ekki orð eins og sjitt og samansúrraður í daglegu máli, þá vantar nú e-a hillumetra á þann bæinn. Annars er ég sammála því að ekki eigi að rita sum orð, engin dæmi nefnd, sem eru beinlínis hneykslandi. Hins vegar má ekki neita því að önnur séu til, eins og bögg, sjitt??*, fokk, díses og annað þess háttar. Þetta eru orð sem, ég leyfi mér að fullyrða, allavega helmingur þjóðarinnar notar. Kannski ekki í daglegu tali, en er allavega meðvitaður um að eru til í málinu.
Það sem Báknin láta út um sér um leiðbeiningar- og fyrirmyndargildi Orðabókarinnar, getur undirritaður ekki séð sér fært annað en að segja: "Nei, nú eruði e-ð að mis..." Fyrirmyndar- og leiðbeiningargildi (er þetta orð til???) er ótvírætt. En að segja að vegna þess megi ekkert "sjokkerandi" (sem sennilega þarf ekki lengur að vera í gæsalöppum, eins og sjitt??* standa þar. Þrátt fyrir að fólk riti yfirleitt ekki sjitt??* þá er það notað í talmáli, og á þessvegna heima í Orðabókinni.

Ungverjinn vill að lokum biðjast afsökunar á þessum pistli, enda er hann með afbrigðum leiðinlegur, og illa ritaður.

ps.
fyirr þá sem velt hafa fyrir sér ástæðu þess að sjitt??* sé alltaf ritað með ??* er eftirfarandi:
* orðið sjitt kemur fyrir í nýrri Íslenskri Orðabók sem sjitt??, þar sem spurningamerkin tákna það að um vafasamt slangur er að ræða. Mörður Árnason ritstýrði útgáfu Orðabókarinnar

|