8.11.02

Svikin loforð

Ungverjinn hafði um það stór orð, áður en lagt var í víking að haldið yrði teiti um jólaleitið. Þau loforð verða svikin. Eftir umtal við húsráðendur kom í ljós að ekki ríkti um það sátt (húsráðandi ekki sáttur). Það kemur til af því að um jólin er heimili Ungverjans og fjölskyldu þakið skrauti. Ekki fékkst leyfi til að taka það niður, eða færa til. Enda væri það ekki fyrir aukvissa að taka það sér á hendur. Einnig kemur skúringafaktorinn inn í þetta. Ungverjinn hefur takmarkaðan tíma á landinu, og vill ekki eyða honum ofan í skúringafötu, hvað þá að Mamma fari að gera það. Sem hún að öllum líkindum myndi gera.

það tekur Ungverjann sárt að tilkynna þetta, en svona er þetta nú engu að síður.

Hins vegar er aldrei að vita nema haldið verði teiti er Ungverjinn leggur land undir fót og kemur í vor til Íslands. Jafnvel sumarbústaðarteiti í nýendurbyggðum súmarbústað fjölskyldunnar í nágrenni miðju Alheimsins, Hafnarfjarðar. Það veltur samt á því hvort heitur pottur verði kominn á sinn stað, eða ekki.

hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar.

|