Mér finnst...
... yndislegt að hafa fallegt kvenfólk fremst á síðunni. Það lúkkar vel.
... asnalegt af Jakobi Frímanni að hafa yfirleitt farið í framboð. Ég hrósa kjósendum fyrir að hafa ekki kosið hann.
... leiðinlegt að læra bygginaformúlur efna
... enn leiðinlegra að vera ekki á landinu þegar tveir af manns allra bestu vinum eru farin að skjóta saman nefjum, og hver veit hverju fleiru
... mér finnst skemmtilega leiðinlegt að lesa blogg Páls Heimissonar. Glöggir lesendur domusins hafa tekið eftir því að fyrr hefur blogg Páls verið nefnt hér, en ekki linkað á. Þar verður ekki breytt um venjur. En það sem er hvað steiktast við síðuna er að hægt er að lesa hana á þýsku. Annað eins hef ég reyndar séð, en ekki hjá einstaklingi. Það gat þó verið að Páll Heimisson kæmi með þessa nýjung. Ungverjinn gefur ekki einkunnir, en þessi fítus fengi falleinkunn.
Amen
<< Home