24.11.02

BJÓR

Jóhannes Helgi Jóhannesson, fórnarlamb Dalatröllsins, skíðamaður, og einn af bestu vinum Ungverjans, rekur síðu undir nafninu bjor.blogspot.com. Nú verður bloggað um helstu iðju Jóa, bjórdrykkju. En auk þess að drekka bjór, stundar Jóinn nám í Verkfræði [snilldar nafn á námsgrein] en þess má geta að Jói fær stundum hausverk, og Bragi Sveinsson sem sór þess dýran eið að hann myndu aldrei fá sér GSM síma, þjáist af bakverk. Hann er einnig í verkfræði. En burt séð frá því...

Bjórblogg, Kjötinu til heiðurs!

Borszódí: Maltbragð sterkt, áfengismagn 5,2%. Einkunn **1/2 . Rök: Frekar beiskur, en ódýr [**]. Er ágætur til að drekka einn, til þrjá, en ekki mikið meira en það.

Szópráni: Mildur, góður, áfengismagn 5,0%. Einkunn ***1/2. Rök: Mildur, bragðgóður, ódýr [***]. Má drekka í miklu magni, þynnka ekki mikið vandamál.

Könyaban: Ágætur, sérstaklega ef Daðinn býður. áfengismagn 4,5%. Einkunn **. Má helst ekki drekka, nema sé splæst af öðrum en Ungverjanum.

Rauðvín:

Egri Bikavér: Einkar gott, kraftmikið og passar vel með öllum mat, sem og eitt sér. Ódýrt, ungverskt og tilvalið að taka með heim um jólin. Einkunn ****

Eger Vin: Suddi [lýkur á uppköstum og öðru ógeði: Yfirgnæfandi]

Bulls Blood: Ágætis drykkur svosum. Ekkert á við Bikavér, en þó, Gott. Dýrara en Bikavér. Einkunn **1/2

Desertvín:

Hér er aðeins um eitt að velja:
Tokaji: Dísætur andskoti. Ekki meira en 1 lítið glas, hálffullt [ath. hálffullt, ekki hálftómt]. Einkunn ***1/2 [ verður að vera í hóflegu magni]

|