30.11.02

gott kveld

glöggir lesendur vefjarins muna kannski eftir frásögn af brjálæðingnum á efri hæðinni. Hann er sem betur fer fluttur út. Það leið ekki mánuður, þar til að þrír brjálæðingar fluttu inn í staðinn. Ísraelsk stelpa sem elskar að forfæra húsgögnin snemma morguns um helgar. Arabi sem syngur, illa, leiðinleg lög, og síðast en ekki síst, vitleysingurinn sem flutti inn við hliðina á Ungverjanum. Hann hefur yndi af sekkjapípuleik. SEKKJAPÍPULEIK, I SHIT YOU NOT!!! þetta er það úrkynjaðasta sem ég veit um! Nú eða eins og við Daði mæltumst um að segja, pathologiskt!!! [það þykir ekki lengur fínt að segja ómennskt!] Þetta er semsagt allt frekar morkið.

|