12.12.02

You are all gonna die!!!!!!

Þetta skilst Ungverja að hafi verið orð, eða svo gott sem, prófessors Antals, sem er anatómíuguð, í dag. Þar átti hann við hið ógurlega lokapróf í anatómíu sem annars árs nemar þreyta nú milli jóla og vorannar. Yfirheyrslan, sem að sjálfsögðu er munnleg, stendur á bilinu 1,5 til 5 tímar. Já, heyrðiði það!!! FIMM FOKKING TÍMAR AF STANSLAUSUM SPURNINGUM. Gerir fólk sér grein fyrir, hvað er hægt að segja mörg orð á fimm tímum? Þau skipta þúsundum!!!

En í tilefni af þessu, þá er kominn hér linkur til hliðar á heimasíðu FÍLU(púka) (Félag Íslenskra Læknanema, Ungverjalandi). Endilega kíkið, svo teljarinn komist vel af stað...

Glöggir lesendur domusins, sjá að útlitið er hið sama og hús Ungverjans bjó yfir fyrst um sinn.

Lifið heil.

|