12.12.02

Fyllerí dauðans

Það styttist óðum í fyllerí dauðans. Það eru nákvæmlega 9 dagar. 21. des. Ammali, prófalok, fögnuður, endurfundir. Jólin verða mest ótrúlega skemmtileg. Pakkafjöld og allt!!!

Ótrúlega mikil gleði í gangi á þessari síðu. Það er ágætt, miðað við hvernig fyrstu ummæli Ungverjans voru, svona sálarkreppuleg. Gaman...

En það er ekki laust við að Ungverjinn sé kominn í jólaskap. Syngur jólalög eins og múkki! Fullyrt var við Ungverjann, að það þyrfti að skrúfa eistun undir aftur enda var falsettan tekin með stæl. Hver man ekki eftir smellinum með Brooklyn fæv "Sleðasöngurinn": "Glaðlega klukkurnar kalla, Degi er farið að halla, Á jólunum verðum við eitt, elskað þig aldrei jafn heitt; Á sleða, á jólum, á sleða á jólum, við höldum okkar leiiiiiiiiiið, ááááááháááá Sleeeeeðanuuum, undir stjörnufjöld ááááháááá sleðanum á Að-fan-ga-dags-kv-öld"
Þetta lag er þvílík snilld, að annað eins hefur vart heyrst. Lög á borð við Jólahjól, Ég hlakka svo til með Svölu Björgvins sem er að ekki meika það í ðe bandaríks, og miklu miklu fleiri góð lög...

en nóg af jólalögum
:

|