12.12.02

Hið íslenska réttarkerfi!

Sá atburður átti sér stað í dag, að Erpur Eyvindarson, aka Johnny National, var dæmdur í sekt, fyrir að henda Molotov-kokteil á sendiráð BNA á Íslandi, 21 apríl 2001. Ungverjanum fannst þetta, á sínum tíma, tiltölulega fyndið. Það sem vakti athygli Ungverja er dómuri Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Erpi og félögum. Í dómnum stendur orðrétt:

"Mál þetta var höfðað með ákæru Ríkissaksóknara, dagsettri 11. febrúar 2001...“...fyrir að hafa, aðfaranótt laugardagsins 21. apríl 2001, smánað erlenda þjóð og erlent ríki opinberlega samkvæmt 95. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að varpa bensínsprengju á aðsetur bandaríska sendiráðsins og sendiherrans við Laufásveg í Reykjavík, en við það blossaði upp eldur á framhlið hússins."

Glöggir lesendur taka eftir, að afkastahraði Ríkissaksóknara [ótrúlega erfitt að skrifa þetta], er með ólíkindum. Það kemur fram, að ákæran er lögð fram meira en tveimur heilum mánuðum áður en glæpurinn átti sér stað!!!

Áfram Ríkissaksóknari.

ps.
Spurning hvort þeir ættu ekki að hringja í lögguna, svo hún geti stoppað glæpinn???

|