andskotans djöfull!!!
Já, það var heldur óþægilegt, wake-up-callið í morgun. Ljóshærð kona, á að giska 165 bankaði ofurlétt á hurð Ungverjans upp úr 10. Ungverjinn var að sjálfsögðu í fastasvefni. Drattaðist á lappir og opnaði hurðina. Þar var umrædd kona, með svo fáránlega skakkar tennur og guðdómlega stór gleraugu, að orð fá vart líst. Þetta var semsagt skúringakellingin. Hún sagðist hafa bankað hjá mér til að segja, að þær ætli að þrífa herbergin á efri hæðinni fyrst, svo mitt. Ég náttúrulega hvái, en loka svo bara og fór aftur að sofa. Eftir um það bil 39 SEKÚNDUR er djöfulsins mellan mætt aftur og heldur á stiga. Á STIGA!!! Ég hugsa, djöfull er ég einfaldur. Ég hefði náttúrulega bara farið upp stigann frammi. Ekki verið svona framkvæmdasamur og komið inn í herbergið hjá gaurnum sem var sofandi fyrir núna 49 sekúndum og mætt með minn eiginn stiga. Hvað í andskotanum ætlar kellingin að gera? Ég hélt hún ætlaði upp á efri hæðina, frá svölunum hjá mér, nota stigann sem hún kom með, og hoppa svo. NEI. ÞAÐ VAR EKKI PLANIÐ. Ég sem hélt hún ætlaði að leyfa mér að sofa. Hún reif niður helvítisgardínurnar. Já, þetta eru helvítisgardínur. Hún reif niður gardínurnar, svon til að segja: Drullastu á lappir helvítis letinginn þinn, og leyfðu mér að þrífa. Það virkaði. Þær eru að skúra, as I write these words.
<< Home