20.12.02

COLDPLAY

Það væri synd að segja að Coldplay hafi staðið undir nafni í gærvöldi. Þeir voru allt nema kaldir. Áheyrendum var þvísíður kalt. Þeir byrjuðu á laginu Politik, svo komu nokkur lög af nýju plötunni. Þegar þeir tóku Trouble, þá varð allt brjálað, eins og þegar þeir tóku Yellow og The Scientist. Uppklapp, og þá kom e-ð lag, og svo In My Place...

svo varð allt brjálað þegar þeir komu aftur á sviðið, tóku smá djamm með Ash, frekar slappt satt að segja, en svo tóku þeir lag sem ég kannaðist geðveikt við, en kem því ekki fyrir mig. Svo var slúttað á Have Your Selt a Merry Little Christmas.

Þetta voru sannarlega bestu tónleikar sem ég hef farið á, og að venju lofuðu þeir áheyrendur í hástert, sögðu "You are the best gig we ever do", og "You are really the best audience we ever play for". Það er því nokkuð ljóst, að þetta voru ekki síðustu tónleikar Coldplay á Klakanum, og er vafalítið styttra en lengra í næstu tónleika. Það er nokkuð ljóst að sá sem þetta ritar mun án vafa mæta á þá tónleika.

Coldplay *******************************************************************************************************

|