21.1.03

VIRKJUM DRASLIÐ!!!

heilir og sælir lesendur góðir. Netsambandslaust hefur verið í Díák Szálló undanfarið, og bloggfall sökum þess.

fréttir úr bloggheimum:

Felgulykillinn er kominn í gang.

Atliis.is fer hamförum, og hörðum orðum um Liverpool, sem btw. er komið í úrslit bikarkeppninnar, ef ég man rétt. Gott mál það. Atlinn er beðinn afsökunar á fullhörðum orðum í hans garð. Bræðin fór með ungverjann, alla leið til Rúmeníu.

Drífan drakk einum kokteil of mikið um síðustu helgi [heimild:atliis.blogspot.com, bróðir Drífunnar]

Guja kyssir, og veitir kossa, eins og galin sé. Ungverjinn býður sig fram til að verða kysstur.

Guðrún Ása, og KP hafa báðar sent Ungverja rafpóst, og síðarnefnda hefur sent SMS, auk taumlausra örmýktarsendiboðasamræðna um Kárahnjúkavirkjun og Hálsalón, auk þjórsárvera. Þess má geta að KP er mjög blóðheit manneskja, sérstaklega þegar um ræðir þessi mál, og skiptir þar engu máli að KP hefur hvorki séð svæðin sem um ræðir "í beinni", hvað þá, að ungverjinn heldur, kynnt sér málstað beggja aðila, á hlutlausan og málefnalegan hátt.

Vitnað er í rafpóst frá Guðrúnu Ásu:
"Hryðjuverk gegn náttúru Íslands!!!" þarf að segja meira?

það verður svo að geta þess að Guðrún sem og KP eru fögur fljóð, fluggáfaðar, og hafa góðar og án efa vel ígrundaðar skoðanir. Ungverjinn er hins vegar á öndverðum meiði.

Lifið heil.

VIRKJUM DRASLIÐ!!!

|