Kann guð að nota vélhefil?
Já, þetta er stór spurning. Kann guð að nota hefil, sem heflar spýtur sjálfkrafa? Það var nefnilega ansi magnað hér um daginn að sem Ungverjinn steig út úr húsi, þá var eins og guð hefði dreift sagi út um allar trissur. Það var nebblega soldið hált og eiginlega ekki göngufært. Það kom svo náttúrulega í ljós að maðurinn sem ég vil kalla István (það eru ótrúlega miklar lýkur á að hann heiti István, og ef ekki István, þá heitir hann Laszló) sem hafði dreift sagi yfir alla göngustíga og götur. Þeir nota þetta svona eins og við notum sand, og salt.
góð saga
<< Home