13.3.03

Blésuð

Hvað segist? Úr Ungverjalandi er allt ágætt að frétta, og lærdómurinn kominn á fullt! Það er ekki laust við að í pelvis séu fleiri vöðvar en í öllum efriútlimnum, svo það verður alveg nóg að gera næstu 5 vikurnar. Til að bæta svörtu ofan á fjólublátt verða 4 próf á næstu 4 vikum, sem ekki getur talist til hagsbóta... Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Ungverjinn hefur ekki lært aukatekið orð í erfðafræði, en það er einmitt próf í erfðafræði í næstuviku. Gaman að því.

Annars er bara komið vor. Sólin skín, og blómin eru alveg að koma upp úr sandinum. Hér gleymdist nefnilega að tilkynna fólkinu að blóm og tré eru gróðursett í mold, ekki sand. En þau koma nú upp engu að síður. En anyways... Sumar á ungversku er nyár. Gott og gaman að vita það...

Ungverjinn komst í dag að því að Prof. Petko, ekki Prof. domini Antal af hvurjum er að finna mynd hér neðar á síðunni, hraunaði yfir nokkra samnemendur Ungverjans í munnlega histo prófinu um daginn. Kallinn vildi meina að það væri bara einn maður með viti í þessum bekk. Og hver ætli það hafi verið???

Jæja, þetta var ógeðslegt gort, og Ungverjanum líður illa, enda ekki hans stíll að láta svona frá sér. Jæja, komið nóg að sinni. Ungverjinn var búinn að lofa að ljósrita gögn fyrir glæpamann. Það er vissara að standa sig...

|