25.3.03

Cat me if you can!!!

Þetta er ekki prentvilla.

Það byrjaði alltsaman á föstudaginn. Ung stúlka, hafði verið miður sín, svo dögum ef ekki vikum skipti. Kvikindi eitt, er tekið hafði sér bólfestu á heimili hennar var henni til mikils ama. Það má jafnvel ganga svo langt að segja að kvikindið eigi heima á Ideg és Elemklinika (geðdeild). Það hafði löngum búið utar í bænum, en hafði verið fært í körfu, milli staða, hvar veikindi hennar eiga sér sennilega uppruna sinn. Á föstudaginn var svo kallaður á heimilið ungur maður og sterkur, sem tók að sér að ná kvikindinu. Það kom þá í ljós að helvítið hafði falið sig bakvið eldhúsinnréttingu íbúðarinnar, hvar það hafði haft hægðir og þvaglát. Af lyktinni að dæma, hafði saur og hland verið látið í ómældu magni. Það var því ekki til annarra ráða að grípa, en rífa fram eldhúsinnréttinguna. Það tók maðurinn ungi að sér. Árangurinn lét ekki á sér standa. Kvikindið lét ekki bíða eftir sér, heldur rauk inn í stofu, hvaðan það hljóp svo beinustu leið inn undir innréttinguna aftur. Nú var farið að fjúka í unga manninn.

Nú var sófa stofunnar stillt upp í "dyrnar" inn í stofuna, öllum dyrum lokað svo eina undankomuleiðin var inn á baðherbergi, hvar kvikindið var svo látið dúsa.

Ekki er sagan öll. Það átti eftir að handsama ófétið. Þá var kallaður á svæðið, öllu minni maður vexti en ungi maðurinn hér á undan. Köllum minni manninn Johnson, stærri manninn Niiiice. Johnson hætti sér fyrstur inn á baðherbergið. Það var ljóst að kvikindið ætlaði ekki að láta ná sér. Það hoppaði og skoppaði. Upp um veggi og skápa, gardínur og gardínustengur. Er Johnson hafði átt í rimmu við, að því er virtist djöfulinn, í hartnær hálftíma kom Niiiice inn í jöfnuna [svona eins og þeir segja í amríku]. Tók Niiiice sér í hönd körfu þá, er kvikindið hafði verið flutt í. Á meðan mundaði Johnson handklæði, blágrænt að lit, og forláta drullusokk. Karfan var nú borin upp að kvikindinu, hvar það hafði komið sér "þægilega" fyrir, UPPI horni, ofan á gardínustöng. Sem karfan kom að fési óvinarins, kvæsti það líkt og um pæþonslöngu væri að ræða. Johnson myndaði blágrænan vegg með handklæðinu sem hann otaði að kvikindinu drullusokkinum. Kvikindið átti sér engar undankomu auðið, og sá sér ekki fært annað en ofan í körfuna.

Bundið fyrir, Ofan á sett ferna með vínberjasafa. Töldu Johnson og Niiiice að kvikindið ætti sér engrar undankomu auðið. RANGT
Á mánudeginum var helvítið sloppið. Niiiice nennit einfaldlega ekki að standa í einhverjum æfingum, mætti á svæðið og viti menn. Ófétið at arna þurfti ekki annað en heyra röddina í Niiiice. Það skoppaði ofan í körfuna, og hrærðist ekki. Niiiice gekk ásamt stúlkunni, eigandanum, út í skóg, hvar kvikindið varð frelsinu fegnara, en körfunni.

Kattardjöfullinn var sótbrjálaður!!!

|